is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15217

Titill: 
 • Fæðingarþunglyndi : ekki er alltaf allt sem sýnist
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Meginviðfangsefni rannsóknaráætlunarinnar er að afla upplýsinga um fæðingarþunglyndi og í framhaldi af því að leggja fram rannsóknaráætlun fyrir fyrirhugaða rannsókn. Þeir þættir sem fjallað verður um í áætluninni eru hvaða ástæður liggja að baki því að konur leita sér ekki hjálpar við fæðingarþunglyndi og hverjar eru helstu orsakir og afleiðingar sjúkdómsins. Á bilinu 10-16% íslenskra kvenna sem eignast barn eiga á hættu að greinast með fæðingarþunglyndi, allt frá mjög vægu þunglyndi til þess að sé það alvarlegt að þær valdi sér eða barni sínu skaða.
  Engin ein orsök er þekkt fyrir fæðingarþunglyndi kvenna en erfðir, saga um þunglyndi innan fjölskyldunnar sem og hormónasveiflur hafa verið nefnd sem áhættuþættir. Einnig virðast einhleypar mæður og þær sem ekki njóta góðs stuðnings maka vera í aukinni áhættu.
  Áhrif fæðingarþunglyndis á móður og barn geta verið margvísleg, líkur á því að barnið fái þunglyndi seinna á lífsleiðinni aukast og neikvæð áhrif á þroska þess geta verið umtalsverð t.d. hafa áhrif á málþroska greinst hjá allt að 36 mánaða gömlum börnum. Mæðurnar geta átt erfitt með að tengjast barninu vegna eigin vanlíðan sem getur lýst sér í grátköstum, svefnleysi eða jafnvel áhugaleysi fyrir barninu. Þá eru slæm áhrif á samband þeirra við maka eða aðra nákomna algeng afleiðing fæðingarþunglyndis.
  Það getur reynst mjög erfitt fyrir starfsfólk innan heilbrigðisgeirans að finna þær konur sem eru með fæðingarþunglyndi þrátt fyrir reglubundna skimun. Konur virðast ekki leita sér aðstoðar vegna fæðingarþunglyndis af nokkrum ástæðum en þær helstu eru ótti vegna viðbragða annarra þar sem móðurhlutverkið á að vera bæði gefandi og skemmtilegt, önnur stór orsök er sú að konurnar átta sig ekki á því að eitthvað sé að þeim og þær telja vanlíðan sína eðlilegan fylgifisk þess að vera með lítið barn.
  Markmiðið með væntanlegri eigindlegri rannsókn er að kortleggja upplifun kvenna af fæðingarþunglyndi og fá mikilvægar upplýsingar um stöðu mæðra sem hafa fengið fæðingar-þunglyndi eða sýna einkenni fæðingarþunglyndis.
  Lykilhugtök: fæðingarþunglyndi, áhættuþættir, afleiðingar, mæðravernd, ungbarnavernd, skimun fyrir fæðingarþunglyndi, meðferðarúrræði.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is towards a B.Sc.-degree in nursing at the University of Akureyri. The objective is to gather information on postpartum depression and utilizing that information in further future research. This thesis will look at why women do not seek treatment for postpartum depression, what the main causes of postpartum depression are, its reasons and effects from the disease. Approximately 10-16% of Icelandic women that give birth are at risk of developing postpartum depression ranging from very mild symptoms to such severe symptoms that mothers want to hurt themselves or their children.
  There is not a single reason for postpartum depression as genes, family history of depression and/or hormonal imbalance, are potential risk factors for developing it. It also seems that single mothers and mothers who do not get sufficient spousal support are more prone to postpartum depression.
  The effect of postpartum depression on mother and child can vary. Increased chances are that the child will develop depression later in life and the negative impact on development can be considerable, for example, the impact on speech development has been recorded with children up to 36 month old. The mothers can find it difficult to connect with their children because of their own difficult condition that can manifest in fits of crying, insomnia or even indifference towards their child. Common effect of postpartum depression is also the negative influence on their spousal relationship and towards others who are close to them.
  It can prove difficult for people within the healthcare industry to identify the women who suffer from postpartum depression, despite periodic screening. Women do not seem to seek help when suffering from postpartum depressions due to several reasons. The main reasons being fear of the reaction of others for motherhood is supposed to be both rewarding and fun. Another potential reason is that the women do not realize that something is wrong and interpret their indisposition as being normal when having an infant.
  The goal of the upcoming qualitative research is to map women’s experience of postpartum depression and to gather important information about the status of mothers who have been diagnosed with postpartum depression or symptoms of it.
  Key terms: postpartum depression, risk factors, consequences, prenatal care, infant care, screening for postpartum depression, treatments.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.5.2014.
Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15217


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdin 8.5.pdf655.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna