is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1522

Titill: 
  • Hreyfihömluð börn í íþróttakennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort hreyfihömluð börn væru í grunnskólum
    Reykjavíkur og ef svo væri hvort þau fengju þá íþrótta- og sundkennslu sem
    aðalnámskrá grunnskóla mælir fyrir um.
    Farið var í alla grunnskóla Reykjavíkur, 40 talsins, og lagður spurningalisti fyrir
    íþróttakennara viðkomandi skóla. Svörunin var mjög góð þar eða 39 skólar af 40
    skólum tóku þátt í rannsókninni.
    Engar fyrri rannsóknir voru til á þessu sviði og því ekki hægt að bera þær saman við
    aðrar rannsóknir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að af þessum 39 skólum
    reyndust 21 skóli hafa börn með hreyfihömlun. Einungis tveir þriðju skóla veita
    börnum sínum íþrótta- og/eða sundkennslu á vegum skólans. Ástæður þessa geta verið
    af ýmsum toga svo sem vegna aðstöðu- og aðgengismála eða fákunnáttu um getu
    hreyfihamlaðra. Einnig voru nefndar sem ástæður iðkun hreyfihamlaðra nemenda hjá
    íþróttafélögum eða sjúkraþjáfun í stað íþróttakennslu.
    Lykilorð: Hreyfihömluð börn.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hreyfihömluð_börn_í_íþróttakennslu.pdf445.65 kBLokaðurHeildartextiPDF