is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15220

Titill: 
 • Áhrifaþættir á kynheilbrigði unglinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Áhrifaþættir á kynheilbrigði unglinga geta verið margir og margvíslegir. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að skoða hvaða þættir hafa áhrif á ákvarðanatöku unglinga í kynlífi. Einnig var skoðað hvaða forvarnir eru notaðar á Íslandi í dag og hvaða aðferðir og áherslur séu árangursríkar í forvarnarstarfi með unglingum þegar kemur að því að vinna gegn afleiðingum áhættukynhegðunar.
  Rannsóknir hafa sýnt að lágt menntunarstig foreldra, áföll og kynferðisleg misnotkun eru þættir sem geta haft áhrif á að unglingar byrji snemma að stunda kynlíf. Jafnframt geta veik tengsl unglinga við foreldra sína og námsörðugleikar unglingsins haft slík áhrif. Mikið sjónvarpsáhorf og samsömun unglinga við sjónvarpsstjörnur getur ýtt undir neikvæða líkamsímynd en tengsl hafa fundist á milli lélegrar sjálfsmyndar og áhættukynhegðunar.
  Foreldrar geta hins vegar haft umtalsverð áhrif á notkun getnaðarvarna hjá unglingum. Gott samband foreldra við unglingana sína getur leitt til þess að þeir stundi betur námið en jafnframt að þeir fresti því að byrja að stunda kynlíf.
  Kynfræðsla í grunnskólum er því grundvallarþáttur í að stuðla snemma að ábyrgu kynlíf. Kynfræðsla þarf ekki einungis að miðast við vandamál sem tengjast kynlífi heldur ætti hún að styrkja unglinga í því að ræða eðlilega saman um kynlífið og hvað þeir vilji gera til að draga úr áhættu.
  Lykilorð: Kynheilbrigði unglinga, unglingsár, áhættukynhegðun, forvarnir um kynheilbrigði

Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15220


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TINNA GUÐJÓNSDÓTTIR.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna