is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15222

Titill: 
 • Viðbótarmeðferðir veikra nýbura og fyrirbura
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Allir fyrirburar og veikir nýburar leggjast inn á nýburagjörgæsludeild. Þar gangast þeir undir ýmsar rannsóknir og meðferðir sem geta valdið óþægindum eða sársauka. Dvöl á nýburagjörgæsludeild hefur einnig áhrif á foreldra og aðra aðstandendur, þar sem umhverfið getur verið framandi og jafnvel ógnandi. Gagnlegt getur verið að nota viðbótarmeðferðir samhliða hefðbundinni læknismeðferð. Það getur auðveldað barni og foreldum í þessum breyttu aðstæðum. Þær viðbótameðferðir sem aðallega hafa verið rannsakaðar eru: Kengúrumeðferð, súkrósameðferð, tónlistarmeðferð, lyktmeðferð, nuddmeðferð og nálastungur.
  Tilgangur verkefnisins var að skilgreina helstu viðbótarmeðferðir sem eru notaðar fyrir veika nýbura og fyrirbura á nýburagjörgæsludeildum, og hvert viðhorf hjúkrunarfræðinga væri til þeirra. Niðurstöður rannsóknaráætlunarinnar sýndu að viðbótameðferðir eru auðveld og ódýr leið sem skilur eftir sig ávinning fyrir alla þá sem að þeim koma, ekki síst fyrir barnið sjálft. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á árangur þeirra á mörgum sviðum, á fyrstu dögum og vikum í lífi barnsins. Viðbótameðferðir auka tengslamyndun foreldra og barns, hafa áhrif á hegðun, andlega og líkamlega líðan, auka vöxt og þroska, hafa verkjastillandi áhrif og geta komið í veg fyrir öndunarstopp.
  Höfundar verkefnisins álykta að auknar rannsóknir á viðbótarmeðferðum geti aukið vægi þeirra í hjúkrun. Með viðbótarmeðferðum geta hjúkrunarfræðingar bætt umönnun sjúklinga sinna og stuðlað að fjölbreyttari meðferðferðarúrræðum.
  Lykilhugtök: Viðbótarmeðferð, veikur nýburi, fyrirburi, léttburi, lífeðlisfræðilegir þættir.

 • Útdráttur er á ensku

  All premature infants and ill newborns are admitted to neonatal intensive care. There they undergo several researches and treatments that can cause discomfort or pain. Staying in the
  neonatal intensive care unit can also affect the parents and other family members as the environment can be unfamiliar and even threatening. It can be beneficial to use complementary therapies in combination with conventional medical treatments. It can help
  both the child and parents in these circumstances. The treatments that have mainly been studied are: kangeroo care, oral sucrose pain management, music therapy, the effect of odour, massage therapy and acupuncture.
  The purpose of this assignment is to define the main complementary therapies used for ill fullterm neonates and premature infants in neonatal intensive care units, and to see the nurses perspective. According to the studies showed that the treatments are an easy and cheap way that leaves a benefit for all those concerned, especially for the child itself. A number of studies have demonstrated their effectiveness in many areas, in the first days and weeks in the child´s life. Complementary therapies enhance parent-child bonding, affect behaviour, mental and physical wellbeing, increase growth and development, give analgesic effects and can prevent respiratory arrest. The authors of the project conclude that by increasing research on complementary therapies
  it´s importance in nursing may be enhanced. By using complementary therapies, nurses improve patient care and contribute to more diverse therapeutic resources.
  Key words: complementary therapy, full-term infants, premature infants, low birth weigh infant, physiological factors.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 15.6.2015.
Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M&R lokaskil 4. maí. Viðbótarmeðferðir nýbura og fyrirbura A.pdf378.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna