is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15225

Titill: 
  • Blóðeitrun meðal fullburða nýbura á Landspítala árin 2010-2011: Algengi, einkenni og áhættuþættir
  • Titill er á ensku Sepsis in term newborns at Landspítali 2010-2011: Prevalence, clinical signs and risk factors.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Hjúkrunarfræðingar eru lykilaðilar í að uppgötva blóðeitranir hjá nýburum í tæka tíð og rannsóknir sýna að mikilvægt sé að vera næmur fyrir einkennum og aðstæðum nýfæddra. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um algengi skráðra tilfella blóðeitrunar meðal fullburða nýbura á Íslandi árin 2010-2011, skoða algengustu áhættuþætti hjá móður og barni og algengustu skráðu einkenni nýburans.
    Aðferð: Stuðst var við afturskyggnt lýsandi rannsóknarsnið. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám fullburða nýbura (>37 vikur) fædda á árunum 2010 og 2011 sem fengu sjúkdómsgreininguna blóðeitrun á nýburaskeiði (≤ 28 dagar) á Landspítala. Safnað var upplýsingum um þekkt einkenni og áhættuþætti hjá nýburunum og áhættuþætti mæðra úr mæðraskrám. Sjö sjúkraskrár fundust ekki í tæka tíð og voru því ekki teknar með. Endanlegt úrtak var því 88 nýburar af 9383 lifandi fæddum börnum á Íslandi á þessu tímabili.
    Niðurstöður: Algengi blóðeitrunar meðal fullburða nýbura á þessu tímabili var 10 börn á 1000 lifandi fæðingar. Ekkert barnanna lést vegna blóðeitrunar. Öll börn nema eitt voru blóðræktuð og 39,8% voru mænuræktuð. Aðeins 7 börn (8,0%) voru með staðfesta blóðræktun og voru kóagúlasa neikvæðir stafýlókokkar algengasta bakterían. Í engu sýni greindust bakteríur í mænuvökva. Algengustu áhættuþættirnir hjá móður voru grænt legvatn (39,8%), hiti fyrir eða í fæðingu (25,0%), offita (LÞS >30) (19,3%) og snemmrof á belgjum (18,2%). Algengustu áhættuþættirnir hjá nýbura voru karlkyn (60,0%), fósturköfnun (4,5%) og meðfæddur fæðingargalli (4,5%). Öndunarerfiðleikar (89,9%) voru algengustu skráðu einkennin meðal nýburanna, þar á eftir voru erfiðleikar við fæðugjöf (51,1%), slappleiki (45,5%), fölur húðlitur (25,0%) og ergileg hegðun (21,6%).
    Ályktanir: Blóðeitrun meðal fullburða nýbura á Íslandi er sjaldgæfari en annars staðar á vesturlöndum, sérstaklega ef miðað er við síðkomnar blóðeitranir. Niðurstöður gefa hjúkrunarfræðingum vísbendingar um hvaða einkenni og áhættuþætti þurfi að hafa í huga við greiningu og meðferð blóðeitrunar. Þörf er á framskyggnum rannsóknum á blóðeitrunum nýbura hér á landi.
    Lykilorð: blóðeitrun, nýburar, algengi, einkenni, áhættuþættir

  • Útdráttur er á ensku

    Purpose: Nurses play a central role in the timely detection of sepsis among newborns and research shows that it is important to be sensitive to the signs and situations of newborns. The purpose of this study was to gain information on the prevalence of reported sepsis caused by bacteria among term newborns in Iceland from 2010-2011, explore the most common risk factors among mother and child and the most commonly reported clinical signs of the newborn.
    Method: This was a retrospective descriptive study. Information was obtained from medical records of term newborns (≥37 weeks) that were born in 2010 to 2011 and were diagnosed with neonatal sepsis (≤28 days) at Landspítali University Hospital. Information regarding the newborns known clinical signs and risk factors was gathered and information about risk factors concerning the mother was gathered from the maternity record. The final sample was narrowed down to 88 newborns out of 9383 live births in Iceland in that period, 7 medical records could not be processed further and were consequently omitted.
    Results: The prevalence of sepsis among term newborns in the period was 10 per 1000 live births. None of the newborns died from sepsis. Blood culture was performed on all the newborns except one and cerebrospinal fluid culture on 39,8%. Only 7 newborns (8,0%) had confirmed sepsis and coagulase negative staphylococci were the most common bacteria. No bacteria were identified in any of the cerebrospinal fluid cultures. The most common risk factors found among the mothers were green amniotic fluid (39,8%), fever before or during birth (25,0%), obesity (19,3%) and premature rupture of membranes (19,2%). The most common neonatal risk factors were male infant gender (60,0%), asphyxia (4,5%) and congenital birth defect (4,5%). Respirato-ry distress (89,9%) was the most commonly reported sign among the newborns, followed by feeding intolerance (51,1%), lethargy (45,5%), pale skin color (25,0%) and irritability (21,6%).
    Conclusions: Sepsis is rare among term newborns in Iceland compared to other western countries, especially in the case of late onset sepsis. The results indicate which clinical signs and risk factors nurses need to be aware of in the diagnosis and treatment of sepsis. This study indi-cates that there is a compelling need for prospective studies on newborn sepsis in Iceland.
    Keywords: sepsis, newborns, prevalence, clinical signs, risk factors

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blóðeitrun meðal fullburða nýbura á Landspítala árin 2010-2011. algengi, einkenni og áhættuþættir.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna