Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15226
Um Reykjanes liggja plötuskil Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, sem valda jarðhræringum og eldgosahrinum. Ummerki um plötuskilin sjást á eldstöðvakerfum og sprungusveimum, en á Reykjanesinu eru fjögur eldstöðvakerfi; Reykjanes, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengill.
Frá sumrinu 2009 hefur orðið vart við töluverðar þenslu- og sighreyfingar við Krýsuvík með GPS landmælingum, sem voru síðan staðfestar með InSAR mælingum. Ákveðið var að athuga hvort þessar hreyfingar hefðu áhrif annars staðar á sprungusveiminum og voru þ.a.l. framkvæmdar hallamælingar í Búrfellsgjá sumarið 2012.
Búrfell er gígur í Krýsuvíkurkerfinu sem myndaðist við gos á sprungu fyrir um 7.300 árum. Við gosið myndaðist mikil hrauntröð, sem liggur í norðvestur frá gígnum. Þessi hrauntröð var hallamæld sumarið 2012 og voru mælingarnar bornar saman við mælingar sem framkvæmdar höfðu verið á árunum 1966-1970 og 1980 til að skoða þær lóðréttu hreyfingar sem hafa átt sér stað á sprungusveiminum. GPS landmælingar voru einnig framkvæmdar á fjórum punktum en einn punkturinn hefur verið mældur frá 1993, á meðan verið var að framkvæma fyrstu mælingu á hinum þremur punktunum.
Hallamælingarnar sýna áframhaldandi sig á sprungusveiminum en mælingarnar sýna að sighraðinn hefur minnkað. Talið er líklegt að ástæðan fyrir þessu sigi sé að sprungusveimurinn sem hallamælingalínan stendur á sé að gliðna.
The divergent plate boundary between the Eurasian and the North-American plate lie through Iceland. On Reykjanes Peninsula, where the plate boundary rises from sea, earthquakes and volcanic episodes are common. Four volcanic systems lie en echelon along the Reykjanes Peninsula; Reykjanes, Krýsuvík, Brennisteinsfjöll and Hengill.
From the summer of 2009 the area around Krýsuvík geothermal area has been experiencing inflating and subsiding episodes. It was first detected with GPS measurements but later confirmed with InSAR data. In the summer of 2012 a levelling profile in Búrfellsgjá, perpendicular to the Krýsuvík fissure swarm, was remeasured to see if any noticeable changes had occurred.
Búrfell is a crater in the Krýsuvík fissure swarm that was formed in a volcanic eruption about 7,300 years ago. During the eruptions a lava channel was formed, Búrfellsgjá, that lies in northwest from the crater. During the years 1966-1970 and 1980 a levelling line was measured along the channel to estimate vertical changes along the fissure swarm. In summer 2012 the levelling line was remeasured and the results compared to previous measurement. Four points were also measured with GPS equipment, one point has been measured since 1993, the other three were being measured for the first time.
The results from levelling measurements show a continued subsidence of the crust, but the measurements show that the subsidence rate has been slowing down between measurements. It is thought most likely that the crust is subsiding because of extending of the fissure swarm that the levelling line is on, resulting in subsidence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs ritgerð.pdf | 2,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |