is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15227

Titill: 
 • Viðhorf til heimafæðinga: Orðræðugreining á umræðu í íslenskum fjölmiðlum 1990-2011
 • Titill er á ensku Attitudes towards Home Birth: Discourse Analysis of Media Presentation in Iceland 1990-2011
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Réttur kvenna til að velja heimafæðingar hefur lengi verið umdeildur. Megintilgangur þessarar orðræðugreiningar var að skoða hvernig umræðan um heimafæðingar var í íslenskum fjölmiðlum á árunum 1990 – 2011. Rannsóknin tók til stærstu prent- og vefmiðla landsins.
  Við greiningu á gögnum var skoðað hvaða viðhorf birtast í orðræðunni, hvort umræðan er jákvæð eða neikvæð, hversu oft er fjallað um heimafæðingar í fjölmiðlum og hverjir tóku þátt í umræðunni. Einnig voru þrástef og átakapunktar greindir og gerð grein fyrir þáttum sem höfðu áhrif á umræðuna og þeim áhrifum sem umræðan hefur haft á samfélagið.
  Í heildina fengust 145 niðurstöður við leit í fjölmiðlum. Þar af voru 18 um óvæntar heimafæðingar sem greindar voru sérstaklega. Helstu niðurstöður sýndu að ljósmæður tjá sig mest um heimafæðingar í fjölmiðlum og flestar greinar birtust í Morgunblaðinu. Umfjöllunin er frekar jákvæð yfir allt tímabilið en mikill munur er á viðhorfi ljósmæðrastéttarinnar og læknastéttarinnar. Fimm þrástef voru greind en þau eru: öryggi, að hafa val, sjúkdómsvæðing fæðinga, samband konu og ljósmóður og viðbrögð umhverfisins. Ýmsir atburðir í samfélaginu höfðu áhrif á hversu mikið var skrifað um heimafæðingar í fjölmiðlum. Upplýst umræða hefur skilað sér í aukningu á heimafæðingum á tímabilinu en val kvenna um fæðingarstaði hefur ekki aukist.
  Lykilorð: Heimafæðingar, fjölmiðlar, orðræðugreining.

 • Útdráttur er á ensku

  Women’s right to choose home birth has long been debated. The main purpose of this discourse analysis was to see how the discourse about home birth was presented in Icelandic media from 1990 to 2011. The research covered the country’s largest print and web media.
  The document analysis considered which attitudes appear in the discourse, whether the discourse is positive or negative, the frequency with which home birth is covered in the media and who participated in the discourse. In addition, themes and points of conflict were identified and influential factors were accounted for as well as the influence the discourse has had on society.
  In all, the media search produced 145 results. Of these, 18 were on unexpected home births which were analyzed seperately. The main results showed that midwives most frequently speak about home births in the media and most articles appear in Morgunblaðið. Coverage is rather positive over the entire time period, but there is great difference between the attitudes of midwives and doctors. Five themes were identified: safety, choice, medicalization of birth, woman-midwife relationship and environmental response. Several events in the community influenced how much was written about home births in the media. Informed discussion has resulted in increased number of home births over the time period, but women’s choice over place of birth has not increased.
  Key words: Home birth, media, discourse analysis.

Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vidhorf_til_heimafaedinga.pdf450.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna