is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1523

Titill: 
 • Náms- og afkastageta eftir fæðingarmánuði : samanburður á niðurstöðum úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði og afkastagetumælingum í 4., 7. og 10. bekk
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Samkvæmt aðalnámsskrá Menntamálaráðuneytisins miða grunnskólar við almanaksár þegar taka á inn börn í fyrsta bekk. Koma börn því inn í skólann á því ári sem þau verða 6 ára. Aldursmunur á elstu og yngstu börnunum getur því orðið allt að heilt ár. Í þessari ritgerð er kannaður munur á náms- og afkastagetu barna miðað við það hvenær þau eru fædd á árinu. Notast var við niðurstöður úr samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði til að meta mun á námsgetu barna en til þess að meta afkastagetumun barna í íþróttum voru metnar niðurstöður úr þremur afkastagetuprófum: langstökki án atrennu, hönguprófi og fjölþrepaprófi.
  Þátttakendur í rannsókninni voru 550 nemendur úr 4., 7. og 10. bekk í þremur grunnskólum; Varmárskóla og Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og Vallaskóla á Selfossi. Nemendum í þessum þremur árgöngum var skipt upp í þrjá hópa eftir því hvenær á árinu þeir voru fæddir. Í fyrsta ársþriðjungi voru þeir sem fæddir voru í janúar til apríl, í öðrum ársþriðjungi voru þeir sem fæddir voru í maí til ágúst og í þriðja og síðasta ársþriðjungi voru þeir sem fæddir voru í september til desember.
  Þegar litið var á mun á námsárangri náðu þeir sem eldri voru í sínum aldurshópi ávallt betri árangri en þau sem yngri voru að undanskilinni íslensku í 7. bekk. Þeir drengir sem fæddir voru á fyrsta ársþriðjung náðu í öllum tilvikum betri árangri en kynbræður sínir sem fæddir voru á síðasta ársþriðjung í afkastagetuprófunum. Niðurstöðurnar hjá stúlkunum voru hins vegar mun óreglulegri og mátti af rannsókn okkar draga þá ályktun að aldursáhrifin væri ekki eins veigamikil hjá stúlkum og þau eru hjá drengjum. Niðurstöður sýna fram á að aldursáhrifin eru til staðar og í ritgerðinni eru einnig ræddar mögulegar lausnir á vandamálinu.
  Lykilorð: Aldursáhrif, fæðingarmánuður.

Athugasemdir: 
 • Íþróttabraut
Samþykkt: 
 • 27.6.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1523


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agrip og formali.pdf67.33 kBOpinnÁgrip og FormáliPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit til og med fylgiskjol.pdf13.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna