is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15230

Titill: 
 • Er lotugræðgi fíknisjúkdómur?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lotugræðgi (bulimia nervosa) er alvarlegur átröskunarsjúkdómur. Lotugræðgisjúklingar taka átköst þar sem þeir innbyrgða mikið magn fæðu á stuttum tíma og framkvæma síðan losunarhegðun til þess að losa sig við hitaeiningarnar sem innbyrtar voru til að forðast þyngdaraukningu. Algengast er að losunarhegðunin sé að framkalla uppköst. Lotugræðgisjúklingar lýsa miklu stjórnleysi í sjúkdómi sínum og þeir upplifi vítahring átkasta og uppkasta sem afar erfitt sé að stöðva. Vímuefnafíkn eða misnotkun áfengis og annarra vímuefna er töluvert algengari meðal lotugræðgisjúklinga en annarra. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða hvað lotugræðgi á sameiginlegt með fíknisjúkdómum og hvort að lotugræðgi geti talist einn af þeim. Í tengslum við það er skoðað hvort að meðferð sem svipar til vímuefnameðferðar beri góðan árangur í meðferð lotugræðgisjúklinga.
  Notast var við gagnasöfnin Sciencedirect, Pubmed og Scopus við gagnaöflun og voru helstu leitarorð: Bulimia nervosa, addiction, og neurotransmitter dysregulation in bulimia nervosa.
  Helstu niðurstöður rannsókna eru þær að lífeðlisleg, sálræn, félagsleg og hegðunarleg einkenni vímuefnafíknar og lotugræðgi eru afar lík. Svo lík að lotugræðgi uppfyllir öll sjö greiningarskilmerki DSM-IV-TR greiningarkerfisins fyrir vímuefnafíkn. Seytun taugaboðefna, þá helst dópamíns, í verðlaunakjarna heilans skipar þar stórt hlutverk. Taugaboðefnabrenglun við óreglulega og óeðlilega mikla neyslu bragðgóðs matar er af sama toga og við vímuefnaneyslu. Uppköst geta aukið náttúrulega ópíóða í heilanum sem styrkir ennfremur ávanabindandi áhrif lotugræðgi.
  Niðurstöður þessa rannsókna eru afar mikilvægar til frekari skilnings á hegðun og líðan lotugræðgisjúklinga. Þær eru einnig mikilvægar til þróunar á árangursríkri meðferð sjúkdómsins en miklu skiptir að hafa fíknieiginleika sjúkdómsins í huga við meðferð hans.

Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helenalokaritgerð.pdf467.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna