is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15234

Titill: 
 • Innan fjögurra veggja : upplifun og reynsla sjúklinga af einangrun á sjúkrahúsum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknaráætlunar og heimildasamantektar er undirbúningur að rannsókn sem mun varpa ljósi á líðan sjúklinga sem dvelja í einangrun á sjúkrahúsum í lengri eða skemmri tíma.
  Rannsóknarspurningin er: „Hvaða áhrif hefur einangrun á andlega, líkamlega og félagslega líðan sjúklinga sem dveljast í einangrun á smitsjúkdóma og krabbameinslækningadeildum“?
  Aðferðafræði: Áætluð rannsókn er eigindleg fyrirbærafræðileg rannsókn sem byggir á margprófun, sem eru heimildasamantekt, rýnihópur og einstaklingsviðtöl. Við gagnasöfnun og greiningu gagna verður unnið eftir aðferðafræði Vancouver-skólans.
  Niðurstöður: Í heimildasamantekt okkar kemur í ljós að sjúklingar upplifa ýmsar tilfinningar meðan þeir dvelja í einangrun. Margt er sameiginlegt með upplifun sjúklinga í einangrun og greina flestar rannsóknir frá sálrænum og tilfinningalegum áhrifum eins og kvíða, þunglyndi, reiði og ótta. Einangrun getur haft niðurbrjótandi áhrif á sjálfsmat einstaklingana og finnst þeim þeir ekki hafa stjórn á aðstæðum sínum. Ber öllum rannsóknum saman um að uppbyggileg og umhyggjusöm samskipti skipta sjúklinga miklu máli. Einangrunarsjúklingar lýstu óánægju yfir að hafa ekki fengið viðunnandi fræðslu um allt sem viðkom einangrun.
  Ályktun: Sjúklingar sem dvelja í einangrun hafa þörf fyrir umhyggjusama hjúkrun og uppbyggjandi samskipti. Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk gegna mikilvægu hlutverki við mat á þjónustuþörfum þeirra. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk sé viðbúið að greina og takast á við þá andlegu, líkamlegu og félagslegu vanlíðan sem geta verið fylgikvillar þess að þurfa að dvelja í einangrun af illri nauðsyn.
  Lykilorð: Einangrun, umhyggja, samskipti, félagsleg einangrun

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study plan and literature review is to construct the groundwork for a proposed study that aims at exploring the lived experience of the hospitalized patient in isolation.
  Research question “What are the psychological, physical and social, consequences for hospitalized patients placed in isolation on oncology and infection control units?”.
  Methodology: The proposed study is a qualitative phenomenological study and the research and analysis approach is the Vancouver School of doing Phenomenology. The methodology for data collection will be triangulation, using literature reviews, focus groups and in depth dialogues with 6-9 participants (co-researcher).
  Results: The literature review suggested that patients experience wide range of emotions while in isolation. Collectively patients reported experiencing psychological symptoms i.e. depression, anxiety, anger and fear as spending time in isolation is shown to have a vast negative influence on patients’ sense of self worth as they experience a loss of control. All prior studies agree that constructive, consistent and caring communication is of great importance to all isolated patients, as participants expressed frustration regarding lack of professional knowledge and information regarding all aspects pertinent to their isolation.
  Conclusion: Patients in isolation are at all times, in need of much professional guidance, empathetic, holistic nursing care and constructive social interaction. Nurses and other health care professionals are in key positions to recognise the needs of these patients and provide them with professional support and information. It is also of great importance that health
  professionals caring for individuals in isolation, are competent to assess and manage the psychological, physical and social suffering that often accompanies isolation.
  Key words: Isolation, caring, communication, social isolation.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 17.5.2016.
Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15234


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innan fjögurra veggja.pdf632.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna