is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15237

Titill: 
 • Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðamóttökum
 • Titill er á ensku Continuing education of nurses working in emergency departments
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvernig staðið er að sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðamóttökum hér á landi og hvort hjúkrunarfræðingar á þessu sviði fái tækifæri til að fylgja eftir þróun í menntun sinni með sí- og endurmenntun. Rannsóknin verður gerð á tveimur stærstu sjúkrahúsum landsins.
  Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar og leitast verður við að finna svör við þeim. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig staðið er að sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttökum.
  Sí-og endurmenntun hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttökum er mikilvæg þar sem þeir þurfa að hafa yfirgripsmikla þekkingu og klíníska færni til að veita breiðum skjólstæðingahópi umönnun undir miklu álagi á öruggan og yfirvegaðan hátt. Menntun hjúkrunarfræðinga ætti að endurspegla nýjustu þekkingu á hverjum tíma en stöðug þróun á sér stað í umönnun slasaðra og bráðveikra sem gerir það að verkum að ný þekking og nýjar aðferðir koma fram. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að viðhalda þekkingu sinni og færni með sí- og endurmenntun.
  Gerð verður megindleg rannsókn þar sem spurningalisti verður lagður fyrir alla starfandi hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttökum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við gagnagreiningu er áætlað að nota tölfræðiforritið SPSS.
  Lykilhugtök: bráðahjúkrun, endurmenntun, ávinningur, hindranir, námskeið.

 • Útdráttur er á ensku

  This research is the thesis assignment for the Bachelor of Science Degree (B.S) in nursing from the University of Akureyri. The purpose of the research is to gather information and explore continuing education for nurses working at emergency departments in Icelandic hospitals and whether they have the opportunity to follow nurses educational development through continuing education. The theses will be presented at Iceland’s two major hospitals.
  The aforementioned factors are presented and defined with two research questions in attempt to find the answers. With this study researchers aim to gain a perspective on how continuing education among emergency nurses is implemented.
  Continuing education of nurses practicing emergency nursing is very important as they need to have a comprehensive knowledge and clinical skills to be able to provide safe and balanced care under great stress to a broad group of patients.
  Nurses’ education should always reflect the latest knowledge and accomplishments in the field but there is constant development in caretaking of the injured and critically ill which provides and results in new knowledge and new techniques. Nurses should therefore maintain their own skills and expertise with continuing education.
  A quantitative study will be made, presenting questionnaire to all practicing nurses at the emergency departments at Landspitali University Hospital and Akureyri Hospital. The statistical software SPSS will be used for the data analysis.
  Keywords: Emergency nursing, continuing education, benefits, barriers, courses.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.5.2018.
Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sí- og endurmenntun.pdf471.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsíða.pdf132.42 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna