Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15238
Iktsýki er langvinnur bólgusjúkdómur en hann er algengasta afbrigði liðagigtar um allan heim. Hérlendis er talið að einn af hverjum 100 séu haldnir sjúkdómnum eða um 3.000 manns. Sjúkdómurinn er mun algengari hjá konum en körlum en þrjár konur greinast á móti hverjum einum karlmanni. Eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn ólæknanlegur og lyfjameðferð beinist að því að hafa áhrif á bólguferlið og draga þannig úr varanlegum liðskemmdum. Önnur meðferðarúrræði snúa að því að draga úr einkennum og fylgikvillum sjúkdómsins sem geta haft mikil áhrif á lífsgæði þessara einstaklinga.
Í þessari heimildasamantekt er fjallað um iktsýki, sjúkdómurinn skilgreindur og helstu fylgikvillum hans gerð skil, svo sem þreytu, verkjum, þunglyndi og kvíða. Lögð er áhersla á gildi hjúkrunarfræðinga í meðferð sjúkdómsins og hversu mikilvægu hlutverki hjúkrunarfræðingar gegna við að bæta lífsgæði þeirra einstaklinga sem sjúkdómurinn hrjáir. Hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk þarf að vera meðvitað um að sjúkdómurinn hefur ekki einungis áhrif á líkamlega og andlega líðan einstaklingsins heldur einnig á ýmsa félagslega þætti. Tilgangur samantektarinnar er að auka þekkingu höfundar, heilbrigðisstarfsfólks og almennings á sjúkdómnum iktsýki og umfangi hans.
Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar afli sér þekkingar til þess að geta beitt viðeigandi meðferðarúrræðum og hjálpað þannig einstaklingnum að takast á við einkenni og fylgikvilla sjúkdómsins. Með góðri fræðslu, umönnun, teymisvinnu og ýmsum meðferðarúrræðum geta hjúkrunarfræðingar aðstoðað einstaklinginn við að takast á við sjúkdóminn á jákvæðan hátt. Markmiðið er að einstaklingurinn geti lifað eins innihaldsríku lífi og hægt er hverju sinni þrátt fyrir að hann glími við ólæknandi langvinnan sjúkdóm.
Lykilorð: Iktsýki, hjúkrun, þreyta, verkir og lífsgæði.
Rheumatoid arthritis is a chronic inflammatory disease and the most prevalent type of arthritis worldwide. In Iceland it is estimated that one out of 100 people suffer from the disease or approximately 3.000 people. The disease is more common among women than men, three women are diagnosed for every one man. As it stands today, the disease is incurable and pharmaceutical treatment aimes to interrupt the inflammation process, to reduce permanent joint damage. Other treatment options focus on reducing symptoms and side effects of the disease that significantly affect the quality of life for these individuals.
In this literature review, the disease is defined and the main side effects, for example fatigue, pain, depression and anxiety, discussed. The value of the nurse in the treatment of the disease and nurses´ crucial role in improving the quality of life for the individuals affected by the disease, is emphasized. Nurses and other health-care professionals need to be aware of the fact that this disease does not only affects the physical and mental wellbeing of the individual, but also has several social implications. The purpose of this literature review is to increase the author´s, other health care professionals´ as well as public knowledge, regarding rheumatoid arthritis and its scope.
It is important that nurses gain the proper knowledge of the disease, to be able to better provide with treatment options and subsequently assist the individual in handling the symptoms and side effects of the disease. With proper education, care, teamwork and various treatment options nurses can enable the individual to deal with the disease in a positive manner. The main purpose is that the individual is able to live as enriched life as possible, despite living with a chronic, incurable disease.
Key concepts: Rheumatoid arthritis, nursing, fatigue, pain and quality of life.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð - Iktsýki - 6 maí 2013.pdf | 288.07 kB | Lokaður til...04.12.2100 | Heildartexti |