Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15239
Þetta er fræðileg heimildarsamantekt þar sem við skoðum rannsóknir sem gerðar hafa verið á sorginni, skyndilegu andláti og hlutverki hjúkrunarfræðinga. Tilgangur þessarar heimildarsamantektar er að fjalla um sorgina, sorgarferlið og kenningar, skyndilegt andlát og áfall, mikilvægi eftirfylgni, hlutverk hjúkrunarfræðinga og teymisvinna, kulnun og streita í starfi hjúkrunarfræðinga innan bráðasviðs, umhyggja og fagleg umhyggja í hjúkrun. Þær rannsóknar spurningar sem við leitumst við að svara eru; Er munur á sorg eftir skyndilegt andlát og andlát með aðdraganda? Hvert er hlutverk hjúkrunarfæðinga í sálrænum stuðningi við aðstandendur eftir skyndilegt andlát? Er þörf á eftirfylgni við aðstandendur í sorg eftir skyndilegt andlát? Skyndilegt andlát er þegar einstaklingur lætur lífið af völdum slyss, sjálfsvígs, morðs eða verður bráðkvaddur af náttúrulegum völdum. Aðstandendur þeirra er deyja skyndilega eru í áhættu að verða fyrir flókinni sorg þar sem hætta er á að þeir ná ekki að vinna sig út úr sorginni á heilbrigðan hátt. Sorgarúrvinnsla er álitin mikilvæg við slík áföll og talið er mikilvægt að vinna markvisst úr sorginni til þess að geta lifað hamingjusömu lífi. Við teljum mikilvægt að aðstandendur fái leiðsögn fagaðila við slíkar kringumstæður og sé fylgt eftir allt að tveimur árum eftir andlát. Hjúkrunarfræðingar veita heildræna hjúkrun og eru þar af leiðandi í lykilhlutverki í að sinna aðstandendum hvort sem um ræðir heilbrigða, sjúka eða látna einstaklinga. Við ályktum að gott stuðningskerfi sé til staðar við aðstandendur þeirra er deyja úr sjúkdóm eins og krabbameini, en aðstandendur þeirra er deyja skyndilega utan veggja spítalans eða inn á bráðasviði sjúkrahússins stendur ekki slík þjónusta til boða. Á bráðasviði Landspítala Háskólasjúkrahús er til að mynda engin makviss eftirfylgni við aðstandendur þeirra er deyja skyndilega.
Lykilhugtök: sorg, skyndilegt andlát, sálrænn stuðningur, hjúkrun.
This thesis synthesizes research on the role of nurses in relation to grief and sudden death. We examine major trends in relation to conceptions of sudden death, bereavement and theories thereof, trauma, the importance of counseling, the role of nurses and teamwork, the danger of burnout and stress in such work, and the importance of professional sympathy. In this thesis we examine the questions; is there is a difference between grieving of family members that experience sudden deaths and deaths in the course of prolonged sickness? What is the role of nurses in providing psychological support to them? Is it important to provide griefing members with support? Sudden death is when an individual dies by accident, suicide, murder or natural causes. Under such conditions family members of the deceased are at risk of complicated grief in
ways that will prevent them from recovering in an acceptable way. Overcoming grief is considered an essential part of the bereavement process, as it is perceived as vital steps in
regaining happiness. We argue that it is imperative that grieving family members are provided with professional guidance under such conditions, up to two years after death. Nurses aim at providing holistic healing methods and are in a key role to provide family members support. We conclude that the health care system provides grieving family members an extensive support system for sudden deaths that take place within it, but a serious lack is in support for grieving family members that experience sudden deaths of their beloved ones elsewhere, including emergency rooms. For instance, there is no implementation of a bereavement procedure within
the emergency settings at the Landspitali University Hospital.
Lykilhugtök: Grief, grief therapy, sudden death, nursing
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
bs. ritgerð.pdf | 368,65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |