Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15240
Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til Bs. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort tengsl séu á milli kulnunar hjúkrunarfræðinga í starfi og skorts á faglegum vinnubrögðum þeirra. Rannsóknaraðferðin verður megindleg. Við gagnaöflun verður notast við tvo spurningarlista Maslach burnout inventory (MBI) og Fagleg vinnubrögð hjúkrunarfræðinga. Spurningalistarnir verða lagðir fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), þeir verða sendir þátttakendum í tölvupósti á haustdögum 2013. Með auknum hraða o g álagi í heilbrigðiskerfinu aukast líkur á kulnun í starfi. Einstaklingum sem starfa við umönnun er talið hættara við að kulna í starfi. Einnig er talið auka vinnuálag á hjúkrunarfræðinga dragi úr faglegum vinnubrögðum þeirra. Stafsánægja og líðan á vinnustað eru meðal áhrifaþátta bæði á kulnun og notkunar á faglegum vinnubrögðum. Spítalasýkingar eru ein stærsta áskorunin sem blasir við nútíma heilbrigðiskerfi í dag. Með minnkuðum faglegum vinnubrögðum eykst tíðni á sp íta las ýk ingum.
Lykilhugtök: Kulnun, hjúkrun, fagleg hæfni, fagleg vinnubrögð, spítalasýkingar.
This research proposal is a thesis to a BSc degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the proposed study is to explore whether there is a relationship between burnout amongst professional nurses and lack of use of professional work methods. In the study quantitative methods will be used and data will be collected by using two different questionnaires. The questionnaires will be presented to nurses working in the Landspítali University Hospital and the Hospital of Akureyri. The research will be done via electronic form in the fall of 2013. With increased speed and stress in the health care system it is more likely that employees will show signs of burnout in their jobs. Employees caring for others at their job, are more likely to get burnout than others. The more stressed nurses become at their work, the less use of professional work methods. Happiness and well being at the work place are amongst factors that affect burnout and use of professional work methods. Hospital infections are one of the greatest challenges of modern health care system. With less use of professional work methods the rate of health care-associated infection becomes higher.
Keywords: Burnout, nursing, clinical competence, professional work methods, health care- associated infection.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kulnun og fagleg vinnubrögð hjúkrunarfræðinga.pdf | 402,41 kB | Opinn | Skoða/Opna |