is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15242

Titill: 
  • Áhrif vanstarfsemi grindarbotns á eldri konur
  • Titill er á ensku The impact of pelvic floor dysfunction on older women
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar heimildasamantektar var að fjalla um hvaða áhrif vanstarfsemi í grindarbotni getur haft á sálræna, félagslega og líkamlega líðan eldri kvenna. Til að öðlast betri innsýn í viðfangsefnið tóku höfundar viðtal við konu á áttræðisaldri sem glímt hefur við vanstarfsemi í grindarbotni í fjölmörg ár. Vanstarfsemi í grindarbotni er algengt vandamál hjá konum sem getur birst á hvaða aldri sem er og haft víðtæk áhrif á lífsgæði þeirra. Lífsgæði eldri kvenna eru lakari en hjá þeim sem yngri eru, eldri konur eiga það til að einangra sig en 25% kvenna með þvagleka glíma einnig við kvíða og þunglyndi. Algengi vandamálsins eykst með hækkandi aldri en talið er að 52% kvenna á áttræðis aldri glími við vanstarfsemi í grindarbotni. Kostnaður kvenna 65 ára og eldri er tvöfaldur miðað við konur yngri en 65 ára. Áhættuþættir eru margvíslegir en helst má nefna meðgöngu og fæðingu, öldrunarbreytingar, tíðarhvörf og erfðir. Aðrir þættir geta einnig haft áhrif t.d. ofþyngd, reykingar og of mikil neysla á koffíni. Helstu afleiðingar vanstarfsemi grindarbotns er þvagleki, hægðaleki og sig á grindarbotnslíffærum. Ýmis meðferðarúrræði eru í boði. Fyrsta meðferð er oft atferlismeðferð sem felst í framkvæmd grindarbotnsæfinga ásamt blöðruþjálfun og áminntri þvaglosun. Aðrar meðferðir eru lyfjameðferð, skurðaðgerð, hormónameðferð, raförvun og botoxmeðferð. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að hafa heildræna þekkingu á vandamálinu, geta rætt við þá skjólstæðinga sem til þeirra leita en margir nefna vandamálið ekki af fyrra bragði. Þá er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar nálgist konur á réttan hátt, greini vandamálið snemma, hafi þekkingu á meðferðarúrræðum til að geta vísað á sérhæfða þjónustu.
    Lykilhugtök: Vanstarfsemi í grindarbotni, eldri konur, þvagleki, hægðaleki, sig á grindarbotnslíffærum, heilsutengd lífsgæði

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this literature was to discuss what impact pelvic floor dysfunction can have on psychological, social and physical well-being of older women. To gain more insight into the subject the authors interviewed an older woman who has struggled with pelvic floor dysfunction for many years. Pelvic floor dysfunction is a common problem in women and can appear at any age and have a profound effect on quality of life. Older women tend to have an inferior quality of life compared to younger women as older women tend to isolate themselves. In addition 25% of women with urinary incontinence also struggle with anxiety and depression. The prevalence of the problem increases with age and it is thought that 52% of women in their eighties struggle with pelvic floor dysfunction. The financial burden of women aged sixty five years or older is double compared with women younger than 65 years. Leading risk factors include pregnancy and childbirth, age changes, menopause and genetics. Other factors can also have an effect, for instance obesity, smoking and excessive consumption of caffeine. The main consequences of pelvic floor dysfunction is urinary incontinence, fecal incontinence and pelvic floor organ prolapse. Several treatment options are available. The first treatment is often behavioral therapy which consists of pelvic floor excercises, bladder training and prompted voiding. Other treatments include drug therapy, surgery, hormone therapy, electrical stimulation and botox treatment. Healthcare professionals need to have a comprehensive knowledge of the problem so they may be able to talk with their patients as many patiens do not mention the problem at first. It is important for nurses to approach women properly, diagnose the problem early, have knowledge of treatment options and to be able to refer patients to specialized services.
    Key words: pelvic floor dysfunction, older women, urinary incontinence, fecal incontinence, pelvic floor prolapse, health related quality of life.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif vanstarfsemi grindarbotns á eldri konur.pdf1,32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna