is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15246

Titill: 
 • Áhrif ofþyngdar/offitu þungaðra kvenna : meðferðarúrræði og hindranir í starfi fagaðila á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ofþyngd og offita er vaxandi vandamál íslensku þjóðarinnar, en 43,8% íslenskra kvenna á barneignaraldri eru yfir kjörþyngd, þar af eru 18,7% kvenna í offitu. Rannsóknir hafa sýnt að ofþyngd/offita kvenna í upphafi meðgöngu eða óhófleg þyngdaraukning á meðgöngu geti haft neikvæð áhrif á móður og barn. Auknar líkur eru á meðgöngueitrun, háþrýstingi, meðgöngusykursýki og stoðkerfisverkjum. Þá eru framköllun fæðingar og keisaraskurðir algengari hjá of feitum konum. Auk þess eru fylgikvillar barna kvenna í offitu marktækt algengari. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver helstu áhrif ofþyngdar/offitu kvenna á meðgöngu eru m.t.t. móður og barns. Ásamt því að skoða hvort meðferðarúrræði séu í boði á Akureyri fyrir of þungar/of feitar barnshafandi konur. Einnig hvort fagaðilar í mæðra-, ung- og smábarnavernd telji sig standa frammi fyrir hindrunum í starfi sínu til að takast á við of mikla þyngdaraukningu kvenna á meðgöngu. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekið var rýnihópsviðtal. Þátttakendur störfuðu allir við umönnun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu. Gögn voru greind í fimm meginþemu sem sett voru fram í greiningarlíkan. Þau eru aukning ofþyngdar/offitu hjá konum á barneignaraldri, áhrif á móður, áhrif á barn, skortur á úrræðum og tillögur að úrbótum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að reynsla fagaðilanna er í samræmi við rannsóknir um áhrif ofþyngdar/offitu kvenna á meðgöngu á bæði móður og barn. Einnig kom fram að skortur er á úrræðum fyrir of þungar/of feitar þungaðar konur á Akureyri. Auk þess töldu fagaðilarnir sig standa frammi fyrir hindrunum vegna skorts á fjármagni og fagaðilum, tímaleysi og vegna viðhorfs samfélagsins. Því er þörf á að opna umræðuna og efla til samfélagsvakningar. Rannsakendur vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar verði til þess að breyting verði þar á og boðið verði upp á fjölbreyttari úrræði, konum að kostnaðarlausu.
  Lykilhugtök: meðganga, mæðravernd, ofþyngd, offita, meðferðarúrræði, fagaðili.

 • Útdráttur er á ensku

  Overweight and obesity is a growing problem in Iceland but 43,8% of Icelandic women of childbearing age are overweight. Of those 18,7% of women are obese. Studies have shown that obesity or excessive weight gain during early pregnancy may have a negative impact on both mother and child. There is an increased possibility of eclampsia, high blood pressure, gestational diabetes, and musculoskeletal pain. Induction of labor and C-section births are more common in obese women. Additionally, rates of birth complications are significantly higher in children of obese mothers. The purpose of this study was not only to assess these effects, but also to find out what kind of resources is available for these women in Akureyri. Also to discover what barriers professionals face, in dealing with excessive weight gain during pregnancy. This was a qualitative research study, in which focus group interview was conducted. All of the participants were involved in the care of women, both during, and after pregnancy. Data was analyzed in five key areas presented by an analytical model. These areas included an increase in overweight/obese women of childbearing age, maternal effects, effects on the child, lack of resources, and suggestions for improvements. The results showed that the experience of these professionals was consistent with other researchers on the effects obesity and excessive weight gain during pregnancy has on both mother and child. It was also noted that there is a lack of resources for these women in Akureyri. The participants believe that barriers do exist, not only due to lack of money, professionals and time but also because of attitudes in our society. An open discussion is necessary to educate and promote social awakening. The researchers hope, that the results of the study will result in a wider range of resources, free of charge, for those at risk. Key words: pregnancy, maternity care, overweight, obesity, resources, professional.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 20.5.2020.
Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif ofþyngdar-offitu þungaðra kvenna - Lokaútgáfa ritgerðar.pdf768.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna