is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15247

Titill: 
 • Viðhorf og þekking kvenna á barneignaraldri til offitu og hreyfingar á meðgöngu : rannsóknaráætlun
 • Titill er á ensku Attitude and knowledge of women of childbearing age towards obesity and exercise during pregnancy : research protocol
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna viðhorf og þekkingu íslenskra kvenna á barneignaraldri til offitu og hreyfingar á meðgöngu. Rannsóknarspurningin er: Hvert er viðhorf og þekking íslenskra kvenna á barneignaraldri til offitu og hreyfingar á meðgöngu?
  Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og stuðst verður við Vancouver-skóla aðferðina í fyrirbærafræði. Tilgangsúrtak verður fengið úr fæðingar- og mæðraskrám Sjúkrahússins á Akureyri frá árinu 2013. Úrtakið mun samanstanda af 10-12 íslenskum konum á barneignaraldri (18-39 ára) sem eru fjölbyrjur og voru í offitu (BMI ≥ 30 kg/m2) fyrir síðustu meðgöngu. Gögnum verður safnað með óstöðluðum djúpviðtölum þar sem stuðst verður við viðtalsramma.
  Tíðni offitu er jafnt og þétt að aukast um heim allan og er að verða að einu algengasta og alvarlegasta vandamáli heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðisstarfsfólk verður ekki varhluta af þessu vandamáli þar sem sífellt fleiri notendur heilbrigðisþjónustunnar eru einstaklingar yfir kjörþyngd. Offita á meðgöngu er þessari þróun ekki undanskilin. Rannsóknir benda til þess að offita á meðgöngu sé að aukast og er það mat rannsakenda að viðhorf og þekking íslenskra kvenna á barneignaraldri til offitu sé ekki í samræmi við þær alvarlegu afleiðingar sem offitan getur haft í för með sér. Ljóst er að margar ófrískar konur stunda enga hreyfingu á meðgöngu eða dragi verulega úr henni og er því þörf á bættu viðhorfi ófrískra kvenna til hreyfingar.
  Engar íslenskar rannsóknir fundust við vinnslu verkefnisins um þekkingu og viðhorf íslenskra kvenna á barneignaraldri til offitu og hreyfingar á meðgöngu. Rannsakendur álykta að þörf sé á slíkri rannsókn til að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annars heilbrigðisstarfsfólks svo hægt sé að vinna að breyttu viðhorfi og aukinni þekkingu meðal íslenskra kvenna.
  Lykilhugtök: Meðganga, offita, hreyfing, viðhorf, þekking, barneignaraldur, hjúkrunarfræði, ljósmóðurfræði, þjónusta, mæðravernd.

 • Útdráttur er á ensku

  This study is the final project for a bachelor’s degree in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of the study is to explore the attitudes and knowledge of Icelandic women of childbearing age towards obesity and exercise during pregnancy. The research question is: What is the attitude and knowledge of Icelandic women of childbearing age towards obesity and exercise during pregnancy?
  The study is based on qualitative research, applying the Vancouver School method of phenomenology. A purpose sample will be obtained from birth records and maternal records of Akureyri Hospital from 2013 onwards. The sample will consist of 10-12 local multipara women of childbearing age (18-39 years) who were obese (BMI ≥ 30 kg/m2) before their latest pregnancy. Data will be collected using non-standard deep interviews based on an interview framework.
  The incidence of obesity is steadily increasing worldwide and is becoming one of the most common and serious health problems. Health care professionals encounter this problem frequently, as more and more recipients of health care are overweight. Obesity during pregnancy is not excluded from this trend. Studies indicate that obesity in pregnancy is increasing and it is the belief of the researchers that the attitudes and knowledge of Icelandic women of childbearing age towards obesity do not match the severe consequences that obesity may entail. Many pregnant women do not participate in physical activity during pregnancy, which makes it imperative to improve pregnant women’s attitudes towards exercise.
  The researchers have not found any Icelandic studies regarding the knowledge and attitudes of women of childbearing age towards obesity and exercise during pregnancy. The researchers conclude that such research is needed to increase the knowledge of nurses and other health care professionals in order to change attitudes and increase knowledge among Icelandic women.
  Key terms: Pregnancy, obesity, exercise, attitude, knowledge, childbearing age, nursing, midwifery, service, care.

Athugasemdir: 
 • Athugasemdir er á óskilgreindu tungumáli Verkefnið er lokað til 1.1.2023.
Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð f.skemmu.pdf877.07 kBLokaður til...01.01.2023HeildartextiPDF
Forsíða LOKA.jpg1.17 MBOpinnForsíðaJPGSkoða/Opna