is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1525

Titill: 
 • Íþróttalegur bakgrunnur karlkyns keppenda í Icefitness 2007 : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í lokaritgerð okkar er fjallað um niðurstöður rannsóknar okkar á íþróttalegum bakgrunni karlkyns keppenda í Icefitness árið 2007. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort það komi sér betur fyrir keppendur í fitness að hafa íþróttalegan bakgrunn.
  Tilgátan okkar er sú að keppendur séu betur undirbúnir fyrir Icefitnesskeppnina ef þeir koma úr skipulagðri íþróttastarfsemi innan Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (Í.S.Í.). Rannsóknin fór fram í byrjun árs 2008 og byggist hún á viðtölum við sjö karlkyns keppendur sem komust í lokakeppni Icefitness árið 2007 en meðalaldur þeirra var tæplega 34 ár. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að allir þátttakendur eru sammála um að það sé betra að hafa íþróttalegan bakgrunn ef þú ert keppandi í fitness, en allir þátttakendur komu úr einhverri íþrótt innan ÍSÍ. Niðurstöðurnar sýna einnig hvernig þátttakendur æfðu fyrir keppnina, hvernig mataræði þeirra var, hvaða áhrif niðurskurður hafði á líkamann og hvað þeim fannst um hann.
  Helstu ályktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar eru þær að betra sé að þróa Icefitnesskeppnina á þann hátt að samanburðurinn hafi minna vægi í heildarkeppninni og auka megi vægi annarra þátta eða bæta nýjum greinum við keppnina.
  Lykilorð: Icefitness, fitness, íþróttalegur bakgrunnur.

Athugasemdir: 
 • Íþróttabraut
Samþykkt: 
 • 27.6.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1525


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerdin-heildin.pdf768.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna