is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1526

Titill: 
  • Mælingar á tæknilegri getu í knattspyrnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjöllum við um rannsókn okkar á tæknilegum knattspyrnumælingum. Við bjuggum til þrjár tæknilegar knattspyrnumælingar og lögðum þær fyrir nemendur í Knattspyrnuakademíu Suðurlands. Lagt var upp með að kanna áhrif sex vikna æfingatímabils við akademíuna og sjá hvort bæting yrði á tæknilegri getu. Þýðið sem við notuðumst við voru 22 nemendur við akademíuna alls 16 strákar og 6 stelpur. Okkar tilgáta var sú að við teljum að þjálfun við knattspyrnuakademíuna skili sér í jákvæðum áhrifum á tæknilegri getu nemenda þar. Mælingarnar fóru fram í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi og framkvæmd voru þrjú próf en þau voru knattrakspróf, sendingapróf og skotpróf. Niðurstöður rannsóknar okkar urðu þær að 18 af 22 bættu tæknilega getu sína samkvæmt heildarstigaskori og er því óhætt að segja að þjálfun við Knattspyrnuakademíu Suðurlands hafi jákvæð áhrif á tæknilega getu hjá iðkendum.
    Lykilorð: Knattspyrna.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(Microsoft Word - endanleg.pdf549.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna