is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15261

Titill: 
 • ,,Ég tárast alveg, þetta var svo mikið ofbeldi” : upplifun og reynsla einstaklinga af einelti í æsku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Umræða um einelti og áhrif þess á líf fólks hefur aukist í samfélaginu á undanförnum árum. Þá hefur verið rætt um hversu lítið hafi verið aðhafst í eineltismálum hér á árum áður en hugtakið einelti þekktist jafnvel ekki fyrr en nú á síðastliðnum árum. Tilgangur rannsóknarverkefnisins var að kanna reynslu og upplifun viðmælenda af einelti í æsku og hvaða afleiðingar þeir teldu að það hefði haft á sjálfsmynd þeirra og geðheilsu.
  Rætt var við fjóra viðmælendur sem allir áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir einelti í æsku. Líkanið um iðju mannsins, MOHO, var haft að leiðarljósi til að kanna hvaða áhrif umhverfið hefði á viljann, vanann og framkvæmdagetuna hjá viðmælendunum. Rannsóknarverkefnið samanstendur af samantekt á heimildavinnu og eigindlegri rannsókn. Aðferðin sem var notuð er byggð á aðferðafræði Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Sú aðferð byggir á þeim skilningi að hver og einn sjái heiminn með sínum augum, þar sem sýn hans og túlkun mótast af fyrri reynslu. Sú sýn hefur áhrif á hvernig einstaklingurinn upplifir heiminn og hvernig hann hegðar lífi sínu. Viðmælendurnir greindu allir frá því að eineltið hefði haft afgerandi áhrif á mótun sjálfsmyndar þeirra og brotið hana niður, þannig að þeir upplifi enn í dag óöryggi og óvissu með allt sem þeir taka sér fyrir hendur. Þetta sýnir að röskun á þróun og þroska sjálfsmyndar hefur mikil áhrif á einstaklinga. Ef einstaklingur hefur stutta skólagöngu að baki, brotna sjálfsmynd og litla trú á eigin áhrifamætti hefur það áhrif á starfsval hans og félagslega stöðu. Neikvæð upplifun hefur áhrif á gildismat einstaklings og hvað hann tekur sér fyrir hendur sem hefur síðan áhrif á hlutverk hans seinna meir. Þau hlutverk sem einstaklingur sinnir hefur síðan áhrif á vana og verður að vanamynstri með tímanum.
  Einnig upplifðu viðmælendurnir að eineltið hefði haft mikil áhrif á geðheilsu þeirra. Einn þeirra taldi það sína stærstu þrautagöngu í lífinu að hafa aldrei losnað undan þeirri andlegu vanlíðan sem hann upplifði þegar hann varð fyrir eineltinu.

 • Útdráttur er á ensku

  There has been a recent change in the way society views the issue of bullying, with a shift towards a more open discussion and a focus on its long term impact on peoples’ lives. There is a
  greater awareness of bullying in today’s society, and a different understanding of the concept now than in the past. The purpose of this research project was to explore the experiences of people who were bullied during childhood and to analyze the consequences of that experience and how it has affected their identities and mental health. All of the people that were interviewed for this research project had been bullied in childhood. The model of human occupation was a guiding principle used to determine the impact that the environment has on the will power, forming habits and operational capacities with. This research project consists of summaries of authorized work and qualitative research. The method that was used is based on the methodology from the Vancouver School of phenomenology. The approach is based on the understanding that everybody understands the world differently, since their views and interpretations are shaped by their personal experiences. Peoples’ views affects how they experience the world and how they choose to live their lives. Interviewees all agreed that the bullying they experienced in childhood has had a critical, negative impact on the development of their identity. They all expericenced insecurity and uncertainty with every choice they make in life. This indicates that the disruption caused by bullying has a major impact on the development of a healthy indentity. If an individual has a short education, bad self-image and doesn't believe in himself, then it has a negative effect
  on his career path and his social status. Negative life experiences have an effect on a person's self-worth and what he chooses to do with his life. The responsibilities a person has in life have an effect on their behavioral habits and becomes a routine as time goes by. The bullying experienced by the interviewees had a significant impact on their mental health, and consider it one of most horrible expericences they have ever encountered. One interviewer expressed that even in adulthood, his biggest challenge in life is trying to overcome the distress that he experienced when he was bullied as a child.
  Key words: Bullying, mental health, identity, depression, anxiety

Samþykkt: 
 • 29.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplifun og reynsla einstaklinga af einelti í æsku.pdf942.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna