Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15269
Sýnum af jarðhitavatni var safnað úr Vaðmálahver á Flúðum og úr borholu á Spóastöðum í Bláskógabyggð á Suðurlandi í tíu skipti á þriggja mánaða tímabili og þau efnagreind með tilliti til aðalefna (pH, CO2, B, SiO2, Na, K, Ca, Mg, Fe, Al, F, Cl, H2S og SO4). Tilgangur verkefnisins var að leggja mat á breytileika efnasamsetningar jarðhitavatns með tíma. Styrkur SiO2 í vatninu var hæstur en önnur efni sem mældust í nokkrum styrk voru Na, CO2, SO4 og Cl. Styrkur efna var svipaður í Vaðmálahver og á Spóastöðum en þó var greinanlegur munur í flestum tilfellum. Styrkur flestra efna sveiflaðist lítið yfir tímabilið. Önnur efni þ.m.t. Ca, Mg, CO2, SO4 og H2S sýndu nokkurn breytileika yfir rannsóknar-tímabilið sem ekki var hægt að skýra með skekkjum og óvissu í efnagreiningum. Af þessu má draga þá ályktun að efnasamsetning lághitavatns er ekki stöðug yfir nokkurra vikna tímabil. Þeir þættir sem hafa áhrif á efnasamsetningu jarðhitavatnsins eru jafnvægi við algengar ummyndunarsteindir eins karbónöt, leir og seólíta. Aðrir þættir sem geta einnig skipt máli eru blöndun, kæling, oxun, ásog efna á yfirborð steinda og samspil hitakærra örvera og jarðhitavatnsins.
Samples of geothermal waters from Vadmálahver at Fludir and from a well at Spóastaðir in Bláskógabyggð were collected over a period of three months and analysed for major elements (pH, CO2, B, SiO2, Na, K, Ca, Mg, Fe, Al, F, Cl, H2S and SO4). The purpose of the study was to get insight into time variation in chemical composition of low-temperature geothermal water. Silica was the most abundant dissolved element in the water followed by Na, CO2, SO4 and Cl. The range of chemical composition between waters from Vadmálahver and Spóastadir was similar, yet a clear difference was observed. Many elements show limited concentration variations with time whereas others including Ca, Mg, CO2, SO4 and H2S fluctuated somewhat. Based on these observations it can be concluded that the chemical composition of low-temperature geothermal waters in Iceland may vary as a function of time. The processes that influence the water composition include equilibrium between secondary minerals and the water, mixing, cooling, oxidation, sorption and water-microbiological interaction.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ragnheiður Steinunn Ásgeirsdóttir.pdf | 1,82 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |