is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1527

Titill: 
 • Staða yngri flokkanna í körfuknattleik : leiðir til þess að fjölga iðkendum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Á árunum 1991 til 1998 ríkti körfuboltaæði á Íslandi og var körfubolti á allra vörum. Lesa mátti um hann daglega í prentmiðlum landsins, heyra úrslit leikja á hverjum morgni í fréttatímum útvarps, sjá myndbrot frá leikjum gærkvöldsins í fréttatímum sjónvarpsstöðva og vikulegar útsendingar leikja frá National Basketball Association (NBA) deildinni auk tveggja körfuknattleiksþátta. Það var varla það mannsbarn sem vissi ekki hver Michael Jordan var og hvað hann gerði. Krakkar söfnuðust saman og skiptust á körfuboltamyndum með NBA leikmönnum og útivellir landsins voru nýttir frá morgni til kvölds. Körfuboltavellir og körfur spruttu upp vítt og breitt um landið, svo sem í innkeyrslum, á bílskúrum, í hlöðum, á húsveggjum og jafnvel á vinnustöðum. Það var alveg sama hvert komið var, það voru allir í körfubolta og íþróttin óx hratt á þessum árum. En nú eru tímarnir aðrir og körfuknattleikurinn er ekki eins áberandi og hann var fyrir rúmum áratug.
  Forsenda þess að íþróttagreinar vaxi og dafni er að hafa sterka fræðslu- og útbreiðslunefnd sem sér um að halda úti öflugu kynningarstarfi, stefnir að útbreiðslu íþróttarinnar og að fjölga yngri iðkendum. Þegar bornar eru saman þrjár stærstu boltagreinarnar hér á landi, það er knattspyrnu, handbolta og körfuknattleik kemur í ljós að körfuknattleikurinn rekur lestina varðandi iðkendafjöldann. Grundvöllurinn fyrir því að körfuknattleikshreyfingin geti stuðlað að útbreiðslu íþróttarinnar er að halda úti öflugri fræðslu- og útbreiðslunefnd og búa til áætlun um þessi mál nokkur ár fram í tímann.
  Tilgangur þessarar rannsóknar er tvíþættur. Í fyrsta lagi að kanna fjölda iðkenda hjá yngri aldurshópum (10. flokk og niður) og skoða þróunina á fjölda iðkenda í þessum aldurshóp frá árunum 1996 til 2006. Í öðru lagi að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til að fjölga iðkendum í yngri aldurshópum í körfuknattleik.
  Rannsóknarspurningarnar í þessari rannsókn voru tvær. Hver er fjöldi iðkenda í yngri aldurshópunum (10.flokk og niður) í körfuknattleik í dag og hvernig hefur þróunin verið á iðkendafjöldanum síðastliðin tíu ár? Hvaða leiðir getur körfuknattleikshreyfingin farið til að fjölga iðkendum í yngri aldurshópum í körfuknattleik?

Athugasemdir: 
 • Íþróttabraut
Samþykkt: 
 • 27.6.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1527


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Microsoft Word - Heildareintak.pdf454.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna