is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15270

Titill: 
 • Gas- og jarðgerðarstöð : sjálfbær úrgangsstjórnun á Héraði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur standa eins og flest önnur sveitarfélög á Íslandi frammi fyrir þeirri staðreynd að hætta á að urða lífrænan úrgang fyrir árið 2021. Núverandi aðferðir við förgun úrgangs standast ekki mál og eru í engu samræmi við það besta sem gerist í nágrannalöndum, á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri. Jafnframt má halda því fram að hugtakið „sjálfbærni“ hafi ekki komið í leitirnar á Austurlandi, en í því felst að miðað við líftímagreiningu á kerfislægum lausnum eigi þær að vera sjálfbærar í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti.
  Leitast verður svara við rannsóknarspurningunni: Er arðvænlegt að setja upp gas- og jarðgerðarstöð á Fljótsdalshéraði sem framleiðir metangas fyrir ökutæki úr lífrænum úrgangi og lífmassa frá landbúnaði og ná þannig tökum á úrgangsstjórnun?
  Starfsleyfi núverandi urðunarstaða eru flest á síðustu metrunum og þarf því að finna framtíðarlausn á úrgangsmálum. Getur gas- og jarðgerðarstöð, sem tæki við úrgangs lífmassa og skilaði af sér metani sem eldsneyti á farartæki, áburði og moltu, verið svarið við þeim vanda sem lífrænn úrgangur skapar þegar urðun á honum verður hætt. Framboð á lífmassa verður skoðað eftir sveitarfélögum bæði frá heimilum, fyrirtækjum og landbúnaði. Framleiðslutæknin greind með tilliti til framleiðsluþátta, öryggiskrafna og kostnaðar, arðsemi slíks verkefnis metin út frá gefnum gildum og gerð næmnigreining og hermun til að leggja mat á öryggi slíkrar framkvæmdar.
  Heildarfjárfestingin var 550 milljónir. Eigiðfé framkvæmdarinnar er rúm 26% en gerð var krafa um 6% ávöxtun í verkefninu. Það virðist vera arðsamlegt þó það nái ekki 6% ávöxtunarkröfunni en IRR er 5.4% og verkefnið byrjar að skila hagnaði eftir níu ár.
  Lykilorð: Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur, gas- og jarðgerðarstöð, lífmassi, metan, úrgangsstjórnun, vistvænt ökutækjaeldsneyti, sjálfbærni.

 • Útdráttur er á ensku

  Municipalities in East Iceland need to find new ways of waste management to meet stricter rules on emissions of organic waste. Now organic waste is land filled in many different places across the east. Would it be possible to make one CoDigestion plant to take all the organic waste from homes and industries and
  combine it with bio waste from the local agriculture and with the final product being methane for vehicles fuel and fertilizer? Taking a look at the process, equipment, regulatory and cost the goal is to see if starting a 10.000 ton/year plant can be profitable. With a total cost of 550.000.000 Isk. and an 26% equity the internal rate of return was about 5.4%.
  Keywords: Fljótsdalshérað, biogas production, organic waste, methane, sustainable vehicle fuel,waste management

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.1.2020.
Samþykkt: 
 • 29.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_IvarKarlHaflidason.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna