is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15274

Titill: 
 • Víxlmengun á tannsmíðaverkstæðum. Mengun pimpsteins
 • Titill er á ensku Microbial cross-contamination at the dental laboratory
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.S gráðu í tannsmíði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands vorið 2013. Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun pimpsteins á tannsmíðaverkstæðum með tilliti til áhættu víxlmengunar milli sjúklinga, tannsmiða og annarra tannheilbrigðisstarfsmanna. Sýkingaráhætta frá pimpsteini sem notaður er á tannsmíðaverkstæðum hefur vakið athygli en engar upplýsingar eru til á Íslandi um þetta mál. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: ‘‘Hvernig er staðið að sótthreinsun á tannsmíðaverkstæðum til að minnka áhættu á víxlmengun?‘‘ og ‘‘Hversu mikilvæg er sótthreinsun pimpsteins og tanngerva sem unnið er með?‘‘
  Aðferðir: Rannsóknin var megindleg með lýsandi tölfræði. Spurningalisti var sendur út með tölvupósti á alla starfandi tannsmiði í Tannsmiðafélagi Íslands. Sýnum af pimpsteinum var safnað frá átta tannsmíðaverkstæðum og einnig frá klíník Tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Sýnin voru rannsökuð á Rannsóknastofu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands.
  Niðurstöður: Niðurstöður sýna að ekki er staðið nógu vel að sótthreinsun á tannsmíðaverkstæðum til að minnka áhættu á víxlmengun. Spurningakönnunin leiddi í ljós að um 90% tannsmiða nota sama pimpstein fyrir viðgerðir og nýsmíði og einnig að 50% tannsmiða bæta pimpsteini í eftir þörfum. Niðurstöður frá pimpsteinssýnum sýndu klárlega miklu minna af umhverfisbakteríum og öðrum örverum í sýnum frá aðgerðastofu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands, þar sem skipt er reglulega um pimpstein eða eftir hvern dag. Einnig kom fram í spurningakönnuninni að 45% tannsmiða vita ekki hvort tanngervið sem þeir unnu með hafi verið sótthreinsað áður en það var sent frá tannlæknastofunni.
  Ályktun: Mikilvægt er að nota sótthreinsandi vökva í pimpsteininn og einnig að sótthreinsa tanngervin, mát og önnur verkefni áður en þau eru send til tannsmiðsins og áður en tannsmiðurinn afhendir verkefnið á tannlæknastofuna.

Samþykkt: 
 • 29.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Víxlmengun á tannsmíðaverkstæðum.pdf812.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna