is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15281

Titill: 
 • Er munur á viðskiptavild hjá fjármálafyrirtækjum og lyfjafyrirtækjum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fjallað er almennt um viðskiptavild og þær reglur sem gilda varðandi hana samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Hvernig viðskiptavild verður til í bókum fyrirtækja og muninn á viðskiptavild sem verður til innan fyrirtækis og keyptri viðskiptavild.
  Viðskiptavild hefur verið töluvert í umræðunni á undanförnum árum sökum þess hve umfang hennar jókst mikið.
  Margir velta því fyrir sér hvað það var sem gerðist og hverjum um væri að kenna að svo fór sem fór þegar Íslenska efnahagskerfið hrundi í kjölfar bankahrunsins. Í því samhengi er fjallað um siðrof og áhrif þess á fjármálakerfið, þar sem siðferði getur haft áhrif á fjármála gjörninga.
  Fjallað er um verðmat og helstu sjóðstreymisaðferðir. Þá er einnig fjallað um arðgreiðslur, hlutfall þeirra og sjónarmið.
  Ferli við skuldsetta yfirtöku og öfugan samruna er skoðað ítarlega ásamt meðferð viðskiptavildar við sameiningu fyrirtækja.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós eftirfarandi. Viðskiptavild hjá lyfjaframleiðslufyrirtækjum byggist á væntum tekjum og hagnaði í framtíðinni. Viðskiptavildin óx á efnahagsreikningnum með hverri skuldsettri yfirtöku eins og raunin varð, með óraunhæfum væntingum um framtíðarvöxt með þeim afleiðingum að afskrifa þurfti marga milljarða.
  Löggjöfin varðandi fjármálafyrirtæki eyðir hins vegar því vandamáli sem oft vill verða varðandi meðhöndlun viðskiptavildar hjá lyfjafyrirtækjum. Þar sem lög um fjármálafyrirtæki kveða á um að frá eiginfjárgrunni skuli draga bókfært virði á eignarhlutum og víkjandi kröfum í öðrum fjármálafyrirtækjum eða fyrirtækjum tengdum fjármálasviði. Fjármálafyrirtæki geta því haft mikla viðskiptavild inn í sínum reikning en ber að draga hana frá eiginfjárgrunni. Með því að færa eignarhluti til frádráttar við útreikning á eiginfjárgrunni er reiknað með því að það teljist sem eigið fé í síðara fyrirtækinu. Þannig er komið í veg fyrir að eigið fé fjármálafyrirtækja sé talið oftar en einu sinni. Lesandinn eða eftirlitsaðilinn á eðlilega alltaf að horfa til þess hver aflahæfni fyrirtækisins er. Það er hver geta fyrirtækisins er til þess að afla tekna. Fjárhagsleg uppbygging fyrirtækis er ekki það sem skiptir öllu máli, heldur möguleikar viðkomandi fyrirtækis til þess að afla tekna. Hins vegar er eðlilegt að lánveitendur krefjist hærra áhættuálags eftir því sem skuldsetningin er hærri.

Samþykkt: 
 • 29.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rannveig Hrefna Friðriksdóttir.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna