Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15288
Mýrarjarðvegur á Íslandi hefur orðið fyrir miklum breytingum á Nútíma. Uppbygging hans og loftfirrtar aðstæður gefur þann möguleika að skoða hvað hefur ráðið mótun hans og leið hvaða umhverfisáhrif hann endurspeglar.
Í þessarri rannsókn voru skoðaðar breytingar á mýrarjarðvegi frá sjö sýnatökustöðum sem mynda þversnið í Mosfellsdal í þeim tilgangi að rannsaka breytingar á mýrarjarðvegi sem orðið hafa af völdum mannvistaráhrifa og loftslagsbreytinga. Með hjálp þekktra gjóskulaga er setinu skipt upp í tímabil, til dæmis í forsögulegan og sögulegan. Mæld var rúmþyngd, vatnshlutfall, lífrænt innihald, sýrustig, setmyndunarhraði og litur til að varpa þær ljósi á þær breytingarnar sem jarðvegurinn hefur orðið fyrir fráþví um 1600 f.Kr. og til dagsins í dag.
Í byrjun forsögulega tímabilsins um 1600 f.Kr. féll þykkt (4-8 sm) gjóskulag frá Kötlu yfir rannsóknarsvæðið. Skapaði það ekki óstöðuleika á jarðveginum vegna þess að gjóskan hefur lent í mjög gróðursælu umhverfi, sem jafnvel var skógi vaxið. Setmyndunarhraði mýranna í Mosfellsdal lækkaði þegar leið á forsögulega tímabilið samhliða kólnun sem hófst á miðbiki Nútíma fyrir um 4000 árum. Kólnunin hægði á framleiðslu lífmassa en hæfileiki mýranna til að hægja á rotnun hélst enn.
Við upphaf sögulega tímabilsins, um 874 e.Kr settust landnámsmenn að í Mosfellsdal. Jarðvegsbreytur sýndu merki óstöðuleika strax þá en á Litlu ísöld kólnar og óstöðugleiki jókst. Þá tóku rúmþyngd og setmyndunarhraði að aukast, litur jarðvegs varð rauðleitari vegba oxunar, vatnshlutfall og lífrænt innihald minnkaði. Skógar tóku að hverfa og jarðvegsgerðin breyttist. Samspil landnýtingar og kólnandi veðurfars olli því að gróðurhula lét undan á hálendi og rofgjarn jarðvegurinn endurflyst frá óstöðugum svæðum til stöðugari svæða, eins og t.d. til mýranna í Mosfellsdal.
Wetland soils in Iceland have been through drastic changes during the Holocene. Their characteristics make it interesting for scientists to do research on the environmental changes it has preserved.
With the aim to investigate the relative impacts of climate and human activity on wetland soils in Mosfellsdalur, this thesis introduces results from seven wetland soil profiles that form a transect through the Mosfellsdalur valley. The environmental and anthropological changes the soil profiles represent are divided into historic and pre-historic periods. Soil characteristics like bulk density, soil moisture content, soil organic matter, pH, sedimentary accumulation rate and colour are indicators used to measure soil quality for these two periods.
In the beginning of the pre-historic period, approximately 1600 BC, a thick tephra layer (4-8 cm) from Katla deposited over the research area. Destabilization did not occur after the event which makes it likely that the tephra deposited over lush vegetation, possibly covered by woodland. Sedimentary accumulation rate declined periodically during the pre-historic time parallel to Neoglaciation temperature decline. Lower temperatures reduces the potential for biomass production, although evidence for reduced vegetation coverage is not found.
Historic time begins with the human settlement, landnám, around AD 874. Soil quality starts to show signs of early decline but during the Little Ice Age soil quality drastically declines. Bulk density and soil accumulation rate increase, as woodlands give way to open pasture, while oxidation increases as soil moisture content and soil organic matter contents decrease, resulting in change of soil class. Land use and temperature decrease cause highland vegetation to retreat, resulting in exposure of soil that becomes redistributes from these areas to more stable, vegetated areas, like the wetlands in Mosfellsdalur valley.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þróun mýrarjarðvegs í Mosfellsdal síðustu 3600 ár SMJ.pdf | 2.07 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |