is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15295

Titill: 
  • Næring fyrir krabbameinssjúklinga í daufkyrningafæð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar einstaklingur greinist með krabbamein þarf að huga að mörgum þáttum sem snúa að bata sjúklings, en krabbameinið sjálft og meðferðin geta haft fylgikvilla. Lélegt mataræði og vannæring er algengt vandamál á meðal krabbameinssjúklinga. Rannsóknir hafa sýnt að vannærður einstaklingur hefur skert ónæmiskerfi og er því næmari fyrir ýmsum smitsjúkdómum. Algengur fylgikvilli krabbameinsmeðferðar er daufkyrningarfæð sem er alvarlegt ástand þar sem auknar líkur eru á alvarlegum sýkingum vegna skerðingar á ónæmiskerfinu. Tilgangur verkefnisins er að gera fræðilega samantekt um næringu krabbameinssjúklinga í daufkyrningafæð og skoða hlutverk hjúkrunarfræðinga við að bæta næringu þessa sjúklingahóps. Leitað var heimilda í gagnasöfnum PubMed, Scopus, tímaritslista LSH og á bókasafni LSH. Fjórtán rannsóknir fundust um viðfangsefnið. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að sjúklingar í daufkyrningafæð ættu að borða örverusnautt fæði til að forðast smit frá bakteríuvexti í matvælum. Rannsóknir sýndu einnig að ýmis matvæli geta stuðlað að aukinni virkni ónæmiskerfisins, komið í veg fyrir vöðvarýrnun, fyrirbyggt fylgikvilla daufkyrningafæðar og þannig aukið lífsgæði sjúklinganna. Enn fremur kom fram að hlutverk hjúkrunarfræðinga er veigamikið við að meðhöndla einkenni sem koma í veg fyrir að sjúklingur nærist, hafa eftirlit með næringu sjúklinga og stuðla að næringarríku mataræði. Ljóst er að mataræði sjúklinga í daufkyrningafæð skiptir gríðarlega miklu fyrir heilsu og bata, og að hjúkrunarfræðingar eiga að hafa eftirlit og stuðning við næringu sjúklinga sinna í forgangshlutverki. Niðustöður sýndu að mikilvægt sé að rannsaka næringu fyrir þennan sjúklingahóp enn frekar.
    Lykilorð: Daufkyrningafæð, Ónæmiskerfi, Næring, krabbamein, hjúkrunarfræðingur

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Naeringfyrirsjuklingaidaufkyrningafaed.pdf313.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna