is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15299

Titill: 
  • Að setja á sig andlit. Um tilgang og hlutverk andlitsförðunar á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn er fjallað um tilgang andlitsförðunar á Íslandi og rýnt verður í hvaðan skilaboðin um tilgang hennar koma. Unnið er úr viðtalsrannsókn sem gerð var veturinn 2012-2013 þar sem viðtöl voru tekin við nokkra einstaklinga sem hafa mismunandi sýn á andlitsförðun. Viðtalsrannsóknin er aðal heimild þessarar rannsóknar en einnig er stuðst við kenningar fræðimanna á borð við þjóðfræðinginn Alan Dundes. Þá verður sjálfsmynd einstaklinga og hópa skoðuð með hugsanstýringu samfélagsins til hliðsjónar. Einnig var hlutverk förðunar skoðað í tengslum við grímuna og hylmingu andlitsins eða hins sanna sjálfs.
    Í rannsókninni kom í ljós að tilgangur förðunar er einstaklings- og samfélagsbundinn. Andlitsförðun er oft notuð sem tjáning á sjálfsmynd einstaklinga og á ákveðnum þjóðfræðihópum. Skilaboðin sem samfélagið sendir frá sér um gildi hennar eru oft óraunveruleg og ýta undir brenglaða sjálfsmynd einstaklinga. Þá geta einstaklingar lesið menningarlegu táknin um andlitsförðun á mismunandi hátt miðað við uppeldi og gildi sem þau fá úr sínu nánasta umhverfi.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerd_eae.pdf740.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna