is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/153

Titill: 
  • „Ég lifi fyrir líðandi stund.“ : upplifun aldraðra af því að vera á biðlista eftir plássi á öldrunarstofnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldraðir einstaklingar sem þarfnast vistunar á öldrunarstofnun, geta lent í þeim aðstæðum að vera á biðlista eftir plássi í óákveðinn tíma. Lítið hefur hingað til verið kannað hvernig aldraðir upplifa þann tíma sem líður frá því að viðkomandi hefur verið metinn í þörf fyrir stofnanavistun þar til vistun hefur átt sér stað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun aldraðra af þessum biðtíma. Rannsóknin var gerð á Akureyri og voru þátttakendur fjórir eldri einstaklingar sem bjuggu enn í heimahúsi, fengu heimahjúkrun og voru færir um að tjá sig í orðum. Þeir voru allir metnir í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir pláss á öldrunarstofnun. Aflað var upplýsinga um líðan á biðtímanum, ástæður umsóknar á öldrunarstofnun, félagslegan stuðning, viðhorf til stofnanavistunar og viðhorf til þeirrar þjónustu sem veitt er í heimahúsi á biðtímanum. Við rannsóknina var notuð eigindleg rannsóknaraðferð sem kallast fyrirbærafræði og var rannsóknargagna aflað með opnum viðtölum. Tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda sem var hljóðritað og síðar vélritað orðrétt upp. Unnið var úr rannsóknargögnum samkvæmt aðferð Colaizzi. Yfirskrift rannsóknarinnar var valin ,,lifi fyrir líðandi stund“ þar sem það reyndist vera sameiginleg upplifun allra þátttakenda. Niðurstöður sýndu að þremur af fjórum þátttakendum leið vel á biðtímanum og fundu ekki fyrir því að þeir væru að bíða en einn upplifði þetta sem erfitt tímabil. Vilji til að vera heima var sterkur meðal þriggja þátttakenda en einn óskaði vistunar sem fyrst. Öryggi var öllum þátttakendum mikils virði, almenn ánægja ríkti með þjónustu í heimahúsi og flestir nutu margvíslegrar aðstoðar fjölskyldu sinnar. Fram komu bæði jákvæðar og neikvæðar skoðanir á stofnanalífi. Þessar niðurstöður geta aukið þekkingu og dýpkað skilning á aðstæðum og þörfum aldraðra á biðlista.
    Lykilorð: Öldrun, biðlisti, öldrunarstofnun, heimahjúkrun, heimaþjónusta.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lidandist.pdf872.15 kBTakmarkaður„Ég lifi fyrir líðandi stund.“ - heildPDF
lidandist-e.pdf133.01 kBOpinn„Ég lifi fyrir líðandi stund.“ - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lidandist-h.pdf159.25 kBOpinn„Ég lifi fyrir líðandi stund.“ - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lidandist-u.pdf107.61 kBOpinn„Ég lifi fyrir líðandi stund.“ - útdrátturPDFSkoða/Opna