is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15303

Titill: 
 • Sitjandafæðingar á kvennadeild Landspítalans 2006-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Nýgengi fullburða einbura í sitjandastöðu er um 3-4% allra fæðinga. Lengi hefur verið umdeilt hver sé öruggasti fæðingarmátinn fyrir barn í sitjandastöðu. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða afdrif þeirra barna sem fæddust úr sitjandastöðu á kvennadeild LSH á árunum 2006-2012 og bera saman fyrirhugaða leggangafæðingu og fyrirhugaðan valkeisaraskurð.
  Efni og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af öllum konum sem gengu með einbura í sitjandastöðu eftir 36 vikna meðgöngu á LSH á tímabilinu. Skráðar voru upplýsingar um meðgönguna og fæðinguna úr mæðraskrám og sjúkrarskrákerfinu Sögu. Hópurinn var flokkaður eftir fyrirhuguðum fæðingarmáta, um leggöng (37 tilfelli) eða með valkeisaraskurði (348 tilfelli).
  Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar aldur og hæð móður, meðgöngulengd og fæðingarþyngd (p > 0,05). Apgar við 1 mínútu var lægri í leggangahópnum með meðaltalið 5,8 og miðgildi 7 en meðaltal og miðgildi í keisarahópnum var 8,0
  (p < 0,05). Apgar við 5 mínútur var einnig lægri í leggangahópnum með meðaltalið 8,4 og miðgildi 9 en meðaltal í keisarahópnum var 9,4 og miðgildi 10 (p < 0,05). Marktækt fleiri börn höfðu Apgar < 7 við 5 mínútur í leggangahópnum en ekkert barn í hópnum varð fyrir varanlegum skaða af völdum súrefnisþurrðar svo ljóst væri á fyrstu dögum lífs. Enginn munur var á hópunum hvað varðar eftirlit og innlagnir á vökudeild.
  Ályktun: Börnum í sitjandastöðu vegnaði betur í fæðingu ef fyrirhuguð var fæðing með valkeisaraskurði en ef fæðing var fyrirhuguð um leggöng við þær aðstæður og vinnureglur sem ríktu á kvennadeild LSH á tímabilinu 2006-2012. Þau urðu síður fyrir súrefnisþurrð. Ef fæðing var fyrirhuguð um leggöng vegnaði þeim börnum þó einnig vel og þurftu ekki meira eftirlit eða meðferð og urðu ekki fyrir varanlegum skaða. Frekari rannsókna er þörf til þess að skera úr um hvaða fæðingarmáti er öruggastur við sitjandastöðu.

Samþykkt: 
 • 30.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sitjandi_stg14_BS_2013.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna