is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15304

Titill: 
  • Tilfinningalistinn: Mat á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar þýðingar Revised Children‘s Anxiety and Depression Scale (RCADS)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að meta próffræðilega eiginleika nýrrar íslenskrar þýðingar Revised Children‘s Anxiety and Depression Scale (RCADS; Tilfinningalistinn) í almennu og klínísku úrtaki íslenskra barna. Próffræðilegir eiginleikar listans í fullri lengd (47 atriði) voru metin sem og í styttri útgáfu hans (30 atriði). Tilfinningalistinn er sjálfsmatskvarði sem ætlað er að meta kvíða og depurðareinkenni barna á aldrinum átta - átján ára. Undirkvarðar listans eru sex auk Heildarkvarða: Félagskvíði, Ofsakvíðaröskun, Þunglyndi, Aðskilnaðarkvíði, Almenn kvíðaröskun og Áráttu/þráhyggjuröskun. Almennt úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 462 börnum í 2. til 10. bekk fimm grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Um hentugleikaúrtak var að ræða og reyndist kynjaskipting nokkuð jöfn þar sem stúlkur voru 232 (50,2%) og drengir 230 (49,8%). Meðalaldur drengja var 10,8 ár (Sf =2,0 ár) og stúlkna 11,2 ár (Sf = 2,1 ár). Klínískt úrtak samanstóð af 23 börnum sem höfðu farið í fyrsta viðtal á Barna-og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) eða Þroska-og hegðunarstöð Heilsugæslunnar (ÞHS) á rannsóknartímabilinu. Kynjaskipting var nokkuð jöfn þar sem stúlkur voru 10 (43,5%) og drengir 13 (56,5%). Meðalaldur drengja var 9,5 ár (Sf =1,8 ár) og stúlkna 14 ár (Sf = 2,5 ár). Áreiðanleiki Heildarkvarða beggja útgáfna í almennu úrtaki var viðunandi (α = 0,95 hjá Tilfinningalistanum47 og α = 0,93 hjá Tilfinningalistanum30). Í klínísku úrtaki var áreiðanleiki Heildarkvarða beggja útgáfna einnig viðunandi (α = 0,96 hjá Tilfinningalistanum47 og α = 0,95 hjá Tilfinningalistanum30). Niðurstöður leitandi þáttagreiningar (exploratory factor analysis) sýndu að sex þátta lausn lýsti atriðasafninu best, bæði í styttri útgáfu og listanum í fullri lengd. Fylgni á milli kvarða útgáfnanna tveggja í almennu úrtaki var viðunandi sem og samleitni-og sundurgreiningarréttmæti þeirra. Þessar niðurstöður eru að mestu leyti í samræmi við fyrri rannsóknir á listanum.

  • Útdráttur er á ensku

    The present study examined the psychometric properties of the Icelandic version of the Revised Children‘s Anxiety and Depression Scale (RCADS) both in a community sample and a clinical sample of Icelandic youth. Psychometric properties were assessed both for the 47 item version and the 30 item version. RCADS is a self-report questionnaire for assessing symptoms of DSM-defined anxiety disorders and depression in children aged 8-18 years old. RCADS consists of six scales plus a total score: Social Phobia, Panic Disorder, Separation Anxiety, Generalized Anxiety, Obsessive-Compulsive and Major Depression. The community sample consisted of 462 children, 8-15 years old, from five schools in the Reykjavik area; 232 (50,2%) girls and 230 (49,8%) boys. The girls’ mean age was 11,2 years (SD = 2,1 years) and 10,8 years (SD =2,0 years) for the boys. The clinical sample consisted of 23 children who received treatment at the youth psychiatric ward at the University Hospital in Iceland (Barna-og unglingageðdeild Landspítalans; BUGL) and at a community clinic for children (Þroska-og hegðunarstöð Heilsugæslunnar; ÞHS) during the research period. The clinical sample counted 10 girls (43,5%) and 13 boys (56,5%). The girls’ average age was 14 years (SD = 2,5 years) and the boys’ mean age was 9,5 years (SD=1,8 years). Internal reliability for both versions of the questionnaire in the community sample was good; α = 0,95 for the 47 item version and α = 0,93 for the 30 item version. Internal reliability for both versions of the questionnaire in the clinical sample was also good; α = 0,96 for the 47 item version and α = 0,95 for the 30 item version. Exploratory factor analysis revealed six scales for both versions. Convergent and discriminative reliability was lacking which is consistent with previous research.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilfinningalistinn.pdf960.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna