is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15308

Titill: 
  • Menningarneysla ungs fólks og tengsl við áhættusækni
  • Titill er á ensku Cultural Consumption and it's relation to Sensation Seeking
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikill einstaklingsmunur er á hegðun okkar í félagslegum aðstæðum. Pierre Bourdieu vildi skýra þennan einstaklingsmun með hugtakinu habitus. Bourdieu útskýrði habitus í formi tilhneigingar (e. disposition) sem yrði til út frá fyrri reynslu í félagslegum aðstæðum og stuðlaði að því að við gerðum eitthvað á ákveðinni stundu án þess að vera meðvituð um það hverju sinni (Bourdieu og Wacquant, 1992). Áhættusækni er eiginleiki sem einkennist af því að sækja í nýjar, flóknar og ákafar tilfinningar eða skynhrif, jafnvel á kostnað margvíslegrar áhættu (Zuckerman, 1994). Markmið með þessari rannsókn var að athuga hvort hægt væri að greina mismunandi habitushópa út frá menningarneyslu ungs fólks og hvort áhættusækni sé mismunandi eftir habitushópum og kyni. Tveir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur; habituslisti og áhættusæknilisti. Allir þátttakendur tóku habituslistann eða 904 í heildina, þar af 406 sem tóku áhættusæknilistann auk habituslistans. Fimm habitushópar greindust og voru þeir nefndir; Popparar, Fréttir og dægurmál, Bókmenning og djass, Óvirkir og Rokkarar. Hóparnir voru svipaðir þeim sem fram hafa komið í fyrri rannsóknum (Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, 2005, 2008; Sjöfn Þórarinsdóttir, 2012) Menningarneysla var mjög frábrugðin milli hópa ásamt því að aldurs- og kynjaskipting sást einnig á milli hópa. Niðurstöður sýndu að munur er á áhættusækni milli habitushópa og kyns, sem bendir til þess að menningarneysla og kyn geti gefið vísbendingar um áhættusækni. Hægt er því að greina fólk í habitushópa út frá menningarneyslu þess sem er í samræmi við kenningu Bourdieu um habitus.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-RITGERÐ-Sædís Jana Jónsdóttirx.pdf1,1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna