is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15311

Titill: 
  • Háhýsi á jarðskjálftasvæðum
  • Titill er á ensku Seismic design of multi-storey buildings
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um jarðskjálftagreiningu og deilihönnun á fimmtán hæða steinsteyptri skrifstofubyggingu á jarðskjálftasvæði. Byggt var á svörunarrófsgreiningu og stuðst við hönnunarróf eins og þau eru skilgreind í núgildandi Evrópustöðlum (Eurocode 8). Sérstök áhersla var lögð á að skoða áhrif hegðunarstuðuls á sniðkrafta og deilihönnun. Hlutverk hans er að kvarða niður elastísk svörunarróf þannig að úr verði hönnunarróf sem tekur mið af ólínulegri hegðun bygginga. Burðarkerfi byggingar er reglulegt og samanstendur af súlum og veggjum sem tengd eru saman með plötum. Allar burðareiningar eru úr járnbentri steinsteypu. Súlur og veggir bera lóðrétt álag, en veggirnir einir sér veita viðnám gegn láréttum jarðskjálftakröftum. Gert var þrívítt tölvulíkan af byggingunni og öll greining gerð í tölvu með einingaaðferðinni. Veggir neðst í byggingunni voru deilihannaðir samkvæmt þeim aðferðum sem gefnar eru í Evrópustöðlunum. Háir sniðkraftar leiddu af sér öflugar jaðareiningar í veggendum með miklu magni af lóðréttum járnum og þéttri skúfbendingu og bendilukt. Framsetning hönnunarrófs í jarðskjálftastaðli er með þeim hætti að rófgildi fara aldrei undir ákveðið lágmark óháð hegðunarstuðli. Fyrir skúfveggjabyggingu getur hegðunarstuðull almennt verið á bilinu 1,5 til 4,0. Verkefnið leiddi í ljós að þegar hegðunarstuðull var komin yfir u.þ.b. tvo voru rófgildi fyrir grunnsveifluform byggingar komin að framangreindu lágmarki og lítill ávinningur var að því að hækka hegðunarstuðul umfram það. Til samanburðar við sniðkrafta vegna jarðskjálftaálags voru tilsvarandi kraftar einnig ákvarðaðir fyrir vindálag. Greiningin sýndi að vindálag getur verið að svipaðri stærðargráðu og jarðskjálftaálag fyrir háhýsi og sett takmörk á hegðunarstuðul, en ljóst er að ekki er ásættanlegt að mannvirki verði fyrir plastískum formbreytingum í hönnunarvindi.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_Valur.pdf1,03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna