en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15312

Title: 
 • Title is in Icelandic Árangur hugrænnar atferlismeðferðar við ofþyngd og offitu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ofþyngd og offita er eitt mesta heilsufarsvandamál í heiminum í dag og hefur tíðni aukist bæði meðal barna og fullorðinna. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni voru árið 2008, 1,4 milljarðar einstaklinga í heiminum 20 ára og eldri yfir kjörþyngd og þar af 500 milljónir sem glímdu við offitu (WHO, 2012). Staðan er síst betri hér á landi en niðurstöður íslenskrar rannsóknar benda til að meira en helmingur íslensku þjóðarinnar sé yfir kjörþyngd og þar af fimmti hver of feitur (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2009). Markmið þessarar fræðilegu samantektar er að skoða árangur hugrænnar atferlismeðferðar við ofþyngd og offitu og hvaða meðferðarform hafa skilað mestum langtímaárangri. Jafnframt er tilgangurinn að kanna hvaða úrræði eru í boði fyrir einstaklinga yfir kjörþyngd á Íslandi og hver framtíðarstefna íslenskra stjórnvalda er við offituþróuninni.
  Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð er árangursrík fyrir einstaklinga sem glíma við offitu og vilja breyta um lífstíl (Werrij o.fl., 2009; Stahre og Hållstrom, 2005). Lífstíll á yngri árum hefur forspárgildi fyrir lifnaðarhætti síðar meir en sýnt hefur verið fram á betri árangur lífstílsbreytinga hjá börnum en fullorðnum (Stevenson o.fl., 2007). Huga þarf sérstaklega að háu brottfalli í meðferð hjá 12-18 ára unglingum og finna viðeigandi úrræði fyrir þann hóp. Niðurstöður rannsókna sýna mikilvægi forvarnarstarfs og gegna hjúkrunarfræðingar lykilhlutverki í heilsueflingu og heilbrigðisfræðslu allra aldurshópa. Samhliða öflugu forvarnarstarfi þurfa viðeigandi úrræði að vera til staðar fyrir einstaklinga sem glíma við offitu. Með skýrri framtíðarstefnu geta stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn, skólar og heimili lagt sitt af mörkum til að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og betri lífsgæðum (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2009).

  Lykilorð: Offita, hugræn atferlismeðferð, langtímaárangur, bakslag, forvarnir

 • Overweight and obesity constitute one of the major public health problems in the world today, and prevalence among children and adults has increased worldwide. According to The World Health Organization over 1,4 billion adults, 20 years and older, were overweight in 2008. Out of those individuals, 500 million were obese (WHO, 2012). Iceland is no exception, according to research more than half of the Icelandic population is overweight and out of these one in every five is obese (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2009). The aim of this literature review is to examine the effect of cognitive behavioral therapy for overweight and obese individuals and assess treatment options and their long-term results. The aim is also to examine and evaluate the future goals of the Icelandic government in counteracting the development of obesity.
  Research has shown that cognitive behavioral therapy is effective for obese individuals who want to change their lifestyle (Werrij o.fl., 2009; Stahre og Hållstrom, 2005). Lifestyle in early years has predictive value for way of living later on and research has shown better effects of lifestyle changes for children than adults (Stevenson o.fl., 2007). It is important, however, to consider the high dropout rate from therapy of adolescents aged 12-18 and to find suitable resources for that age group. Research has shown the need to focus on preventive measures. Nurses play a key role in health promotion and health education for all age groups. Effective preventive measures are needed and, in addition, appropriate resources have to be available for individuals who struggle with obesity. With clear future objectives the government, healthcare professionals, school systems and homes can contribute in promoting healthy lifestyles and better quality of life (Margrét Valdimarsdóttir o.fl., 2009).

  Keywords: Obesity, cognitive behavioral therapy, long-term results, relapse, prevention

Accepted: 
 • May 30, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15312


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Árangur hugrænnar atferlismeðferðar við ofþyngd og offitu.pdf370.02 kBOpenHeildartextiPDFView/Open