is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15317

Titill: 
  • Hefur efnahagsleg framtíðarsýn áhrif á efnishyggin markmið og gildi fólks?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efnishyggja felst í þeirri trú að gæði færi fólki hamingju og vellíðan og að eignir séu tákn um velgengni. Margar rannsóknir hafa þó sýnt fram á jákvæð tengsl óhamingju og efnishyggju. Þ ví er ljóst að mikilvægt er að finna orsakir efnishyggju. Til að varpa ljósi á efnishyggju hafa rannsóknir á orsökum hennar að mestu beinst að því að óöryggi og ógn í einkalífi manna leiði til meiri efnishyggju. Þær rannsóknir hafa aðallega einblínt á ógn sem hefur beinst að persónulegu óöryggi þátttakenda, en ekki að óöryggi heils hóps eða samfélags. Með það að leiðarljósi voru áhrif efnahagslegrar ógnar á efnishyggju athuguð. Markmiðið var að beina sjónum að óöryggi sem ekki er persónulegt heldur hefur áhrif á samfélagið í heild. Gerð var tilraun með samanburði tveggja hópa (N=89). Þátttakendur voru fyrsta árs nemar í sálfræði við Háskóla Íslands á aldrinum 20-37 árs. Annar hópurinn (N=44) las texta sem boðaði efnahagslega ógnvekjandi framtíðarsýn en hinn (N=45) las texta sem boðaði efnahagslega hughreystandi og bjarta framtíð. Niðurstöður leiddu í ljós að ekki var munur á efnahagslegum gildum og markmiðum þeirra sem lásu texta um ógnvekjandi efnahagslega framtíðarsýn og þeim sem lásu texta um hughreystandi efnahagslega framtíðarsýn.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hefur efnahagsleg framtíðarsýn áhrif á efnishyggin markmið og gildi fólks.pdf440.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna