en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1531

Title: 
 • Title is in Icelandic Gildi hreyfingar og leikja í yngri barna kennslu
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur þessa lokaverkefnis var að skoða gildi leiksins og hreyfingar í yngri barna kennslu. Þetta viðfangsefni varð fyrir valinu þar sem höfundar eru að útskrifast af yngri barna kjörsviði og finnst almennt vanta að leikir og hreyfing séu eðlilegur hluti af skólastarfi. Það er mikið stökk fyrir börn að fara úr leikskóla yfir í grunnskóla og með því að leggja meiri áherslu á leiki og hreyfingu færist grunnskólinn nær því sem börn voru vön í leikskóla.
  Verkefnið var að hluta til unnið samkvæmt eigindlegri aðferðafræði þar sem viðtöl voru tekin við þrjá kennara sem eru frumkvöðlar í sínum skóla, hvað varðar hreyfingu annars vegar og einingakubba hins vegar. Við vinnslu verkefnisins var einnig leitað svara í heimildum fræðimanna sem fjallað hafa um mikilvægi hreyfingar og leikja í lífi barna. Einnig eru settar fram hugmyndir að ýmsum leikjum og æfingum sem eru hentugar börnum á yngsta stigi grunnskólans og eru auðveldar í framkvæmd.
  Komist var að þeirri niðurstöðu að leikur og hreyfing ættu að gegna veigamiklu hlutverki í námi og kennslu og ættu hiklaust að verða eðlilegur hluti af skólastarfinu. Mikilvægt er að viðhalda áhuga nemenda á námi strax frá upphafi svo námið verði síður neikvæður þáttur í augum nemenda.
  Lykilorð: Hreyfing, hreyfiþroski, leikur, einingakubbar, þroskaþættir, hreyfistund.

Description: 
 • Description is in Icelandic Grunnskólabraut
Accepted: 
 • Jul 1, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1531


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaritgerd!!!.pdf379.85 kBOpenHeildartextiPDFView/Open