is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15320

Titill: 
  • Er parvo- eða magno-sjónbrautin ríkjandi í þversögn Fechners?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni var athugað samband tvísæishömlunar eins og hún lýsir sér í þversögn Fechners við tvær stærstu sjónbrautir heilans, magno- og parvo-braut. Áhrif þversagnarinnar voru metin með sex ljósmagnssíum (ND 0.5 til 3.0 log) og áhrif sjónbrautana voru metin með þremur sjónáreitum sem voru skákborðsmynsturvíxlanir. Eitt örvar parvo-braut sérstaklega, annað magno-braut og þriðja örvaði báðar brautir til samanburðar. Sjónáreitin voru útbúin með tilliti til fyrri rannsókna á aðgreiningu brautana og eiginleikum P- og M-fruma. Áhrif þversagnarinnar í hvorri sjónbraut voru metin með sveifluvídd sjónhrifsritssvarana (VEP) og samlagningarhlutfalli milli þátttakenda sem voru 10 talsins. Tvíhliða tilgáta var lögð fram: Að áhrif þversagnar Fechners séu ríkjandi í magno- eða parvo-sjónbraut miðað við samanburð. Niðurstöður sýndu marktækan mun á sveifluvíddum og samlagniningarhlutfalli þar sem parvo-sjónbrautin sýndi meiri tvísæishömlun miðað við samanburð. Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess að parvo-sjónbrautin sé ríkjandi í þversögn Fechners. Í lokin er þýðing niðurstaðanna sett í víðara samhengi og frekari rannsóknir ræddar.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sverrir V Sigurðsson, 2013.pdf382.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna