is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15326

Titill: 
 • Titill er á ensku Incidental Detection of Renal Cell Carcinoma is an Independent Prognostic Marker of Survival
 • Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Á síðustu árum hefur nýgengi nýrnafrumukrabbameins aukist hér á landi og er það nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Þessi hækkun á nýgengi hefur að verulegu leyti verið skýrð með tilviljanagreiningu, aðallega vegna aukningar í myndrannsóknum vegna óskyldra sjúkdóma í kviðarholi. Í fyrri rannsóknum hérlendis hefur tilviljanagreining ekki verið sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa og betri horfur þessara sjúklinga verið skýrðar með lægri stigun sjúkdómsins og gráðu æxlanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga þróun nýgengis og dánarhlutfalls á 35 ára tímabili hér á landi en um leið kanna forspárþætti lífshorfa með sérstöku tilliti til áhrifa tilviljanagreiningar.
  Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á öllum sjúklingum sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi frá 1971 til 2005. Kannað var nýgengi og dánarhlutfall sjúkdómsins og athugaðir forspárþættir lífshorfa með fjölbreytugreiningu. Öll æxlin voru stiguð samkvæmt TNM-kerfinu og vefjasýni endurskoðuð. Litið var sérstaklega á tilviljanagreind æxli og þau borin saman við æxli sem greindust vegna einkenna.
  Niðurstöður: Alls greindust 910 sjúklingar og var meðalaldur 65,2 ár og 61% þeirra voru karlar. Nýgengi jókst marktækt á rannsóknartímabilinu eða úr 7,6/100.000/ár fyrir karla og 6,5 fyrir konur á tímabilinu 1971-1975 í 13,2 fyrir karla og 8,2 fyrir konur 2001-2005. Dánarhlutfall hélst hins vegar stöðugt á sama tímabili. Af 910 sjúklingum greindust 656 vegna einkenna (72%) og 254 fyrir tilviljun (27,9%), oftast vegna tölvusneiðmyndatöku eða ómskoðunar á óskyldum sjúkdómum í kviðarholi. Tilviljanagreining jókst úr 11,1% á tímabilinu 1971-1975 í 39,2% á árunum 2001-2005. Tilviljanagreindu æxlin voru minni og munaði 2,6 cm og af lægri stigun og gráðu en æxli greind vegna einkenna. Aldur, kynjadreifing og vefjagerð voru hins vegar sambærileg. Í fjölbreytugreiningu reyndist stigun lang veigamesti sjálfstæði forspárþáttur lífshorfa en einnig aldur, greiningarár, sökk og gráða. Loks höfðu sjúklingar greindir með einkenni marktækt verri horfur en tilviljanagreindir (áhættuhlutfall 1,4; 95% CI 1,02-1,93; p=0,04).
  Ályktun: Lífshorfur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein á Íslandi hafa batnað en nýgengi er vaxandi á sama tíma og dánarhlutfall hefur staðið í stað. Þetta skýrist aðallega af aukningu tilviljanagreindra æxla en í dag eru þau um helmingur nýgreindra nýrnafrumukrabbameina hér á landi. Tilviljanagreining er sjálfstæður verndandi forspárþáttur lífshorfa sem ekki hefur verið lýst áður hér á landi. Betri horfur tilviljanagreindra sjúklinga skýrast því ekki eingöngu af lægri stigun og gráðu heldur er tilviljanagreining ein og sér jákvæð fyrir horfur sjúklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: The true effect of incidental detection on survival of RCC patients has been debated. The objective was to use centralized databases in Iceland to study the incidence and mortality of RCC, and also prognostic factors of survival, focusing on the effect of incidental detection.
  Materials and methods: This retrospective study included all living patients diagnosed with RCC in Iceland from 1971 to 2005. Hospital charts and histology of all cases were reviewed. Incidentally diagnosed RCCs were compared to symptomatic tumors and prognostic factors were evaluated using Cox multivariate analysis.
  Results: Of the 910 patients, 254 (27.9%) were diagnosed incidentally, most often because of abdominal ultrasound (US) (29.5%) or computed tomography (CT) (28.3%) performed for unrelated symptoms or diseases. Incidental detection increased from 11.1% in 1971–1975 to 39.2% in 2001–2005, p < 0.001). Over the same period, the incidence of RCC increased significantly in males but in females only during the last 5 years of the study. Mortality, however, remained unchanged for both sexes. Incidentally detected tumors were 2.6 cm smaller on average and were diagnosed at a lower stage and lower tumor grades than symptomatic tumors. Age and histology were similar in both groups. TNM stage was by far the strongest independent prognostic factor for survival but age, calendar year of diagnosis, and ESR were also significant. Furthermore, after correcting for confounders, symptomatic RCC patients had worse survival than those who were diagnosed incidentally.
  Conclusions: With increased incidence and unchanged mortality, the survival of RCC patients has improved. This is mainly related to a steep rise in incidental detection. Incidental detection has a favorable effect on survival, to a greater extent than can be explained by lower stage when compared to patients diagnosed with symptoms.

Samþykkt: 
 • 31.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Björk Pálsdóttir.pdf5.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna