is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15329

Titill: 
  • Öndunarfærasýkingar á Íslandi. Faraldsfræði og möguleg áhrif bólusetninga gegn pneumókokkum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öndunarfærasýkingar á Íslandi 2008-2013 - Faraldsfræði og möguleg áhrif bólusetninga gegn pneumókokkum Samúel Sigurðsson1, Karl G. Kristinsson1,3, Helga Erlendsdóttir1,3, Birgir Hrafnkelsson4, Ásgeir Haraldsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Sýklafræðideild LSH, 4Raunvísindadeild Háskóla Íslands Inngangur: Öndunarfærasýkingar eru með algengustu komuástæðum á heilsugæslur og spítala um allan heim. Veirur eru algengasta örveran en bakteríur valda alvarlegri fylgikvillum. Streptococcus pneumoniae, pneumókokkar, eru algengasta bakterían og í mörgum tilvikum sú skaðsamasta. Bólusetning með 10-gildu próteintengdu pneumókokkabóluefni hófst árið 2011 og er nú hluti af ungbarnabólusetningum á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að meta komur og innlagnir á bráðadeildir Landspítalans vegna öndunarfærasýkinga og rannsaka hvort breyting hafi orðið þar á eftir að bólusetning gegn pneumókokkum hófst. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um komur vegna greininga sem tengdust völdum öndunarfærasýkingum og fylgikvillum þeirra á bráðadeildum Landspítala á tímabilinu 1. janúar 2008 til 31. mars 2013. Upplýsingar fengust frá sjúklingabókhaldi spítalans. Eftirfarandi upplýsingar voru sóttar: Fæðingardagur, innlagnardagsetning, aldur við innlögn, kyn, greining skv. ICD10, deild komu, afdrif eftir veru á bráðadeild og dánardagur ef átti við. Við samanburð ára og útreikninga á nýgengi var notast við fæðinga- og mannfjöldatölur Hagstofu Íslands. Rannsóknartímabili var skipt í tvennt: 2008-2010 og 2011-2013. Excel var notað til gagnavinnslu. Gerð voru kí kvaðrat, líkindahlutfallspróf og sennileikahlutfallspróf í tölfræðiforritinu R. Niðurstöður:. Fjöldi sjúklinga var 12.045 og komur þeirra á tímabilinu voru 17.393. Meðalaldur sjúklingana var 24,2 ár og miðgildið var 4,0 ár (0 – 99). Marktækur munur var á komum milli kynja, karlar og drengir voru 54% koma. Flestar voru komur vegna lungnabólgu 7.186 og bráðrar miðeyrnabólgu (BMB) 4.939. Ekki var marktækur munur á árlegu nýgengi öndunarfærasýkinga milli fyrri og seinni hluta rannsóknartímabils. Inflúensufaraldurinn veturinn 2009-2010 var marktækt stærri en aðrir á rannsóknartímabilinu (p=~0). Lækkun var á nýgengi BMB (OR 0,720; 95% CI 0,632-0,820) og lungnabólgu (OR 0,652; 95% CI 0,508-0,837) hjá börnum 15 mánaða og yngri fæddum 2011 miðað við fyrri árganga á sama aldri. Innlagnahlutfall á tímabilinu var 20% og fór hækkandi (p=10-12). Flestar voru innlagnir vegna lungnabólgu 2.565. Innlagnahlutfall var lægst meðal barna á aldrinum 3 – 7 ára: 3,3% en hæst hjá sjúklingum 65 ára og eldri: 67,2%. Á bráðamóttöku barna eru 11 – 13 þúsund komur árlega. U.þ.b. 1/7 þeirra hafa eina eða fleiri af rannsóknargreiningunum sem komuástæðu. Ályktun: Öndunarfærasýkingar eru stór hluti koma á bráðadeildir Landspítala og sérstaklega meðal barna < 3 ára. Árgangur 2011 hafði marktækt lægra nýgengi BMB (p=10-6) og lungnabólgu (p<0,006) miðað við óbólusetta árganga, svo virðist sem bólusetning með 10 gildu próteintengdu bóluefni hafi haft áhrif til lækkunar. Inflúensufaraldurinn 2009 hefur greinilega haft mikil áhrif á fjölda koma. Hlutfall innlagna vegna sjúklinga 65 ára og eldri er hátt. Innlagnir þessa aldurshóps eru 54,3% allra innlagna af völdum öndunarfærasjúkdóma. Áhugavert verður að fylgjast með áhrifum bólusetningarinnar á næstu árum á fjölda koma og innlagna vegna öndunarfærasýkinga.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15329


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SAMUELSIGURDSSONBSCRITGERÐ.pdf779.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna