is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15330

Titill: 
  • Sjálfskaðandi hegðun sjúklinga á geðsviði Landspítala
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfsvíg eru átakanleg og þjáningarfull fyrirbæri. Neikvæð áhrif þeirra á fjölskyldur, vini og samfélagið kalla á mikilvægi þess að auka skilning fólks á sjálfsskaðandi hegðun og fyrirbyggja hana. Hjúkrunaráætlanir verða að leggja áherslu á að greina vandann og þar með forða tjóni. Forgangsatriðið er öryggi sjúklingsins.
    Markmið þessarar megindulegu rannsóknar er að kortleggja algengi sjálfskaðandi hegðunar hjá einstaklingum innlögðum á endurhæfingu og öryggis- og réttargeðþjónustu geðsviðs Landspítala. Notuð eru gögn úr kerfi frá alþjóða rannsókna- og þróunarverkefni interRAI Mental Health, geðheilbrigðisþjónustumati. Skoðað var algengi sjálfskaðandi hegðunar og sjálfsvígstilrauna í íslenskum gögnum interRAI Mental Health, geðheilbrigðisþjónustumats. Lykilbreytur auk sjálfskaðandi hegðunar eru kyn og hvort einstaklingar voru nauðungarvistaðir við fyrstu innlögn.
    Þýðið er allir sjúklingar skráðir í geðþjónustumatskerfið. Úrtakið (N=158) eru þeir sem lagðir voru inn á þrjár geðdeildir og notað var fyrsta mat við komu á fimm ára tímabili (1. apríl 2008 - 31. mars 2013). Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru að 57 % alls hópsins höfðu sögu um sjálfskaðahugsun (allar tegundir sjálfskaðahugsanna). Karlmenn lýsa sjaldnar sjálfskaðahugsun (46%) en konur (65%). Konur hafa marktækt hærri tíðni sjálfskaðahugsana við mat á geðdeild. Það er gífurlega algengt að bæði konur og karlar hafi haft sjálfskaða hugsanir. Nauðungarvistaðir eru yngri við innlögn.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjáfsskaðandi hegðun sjúklinga á geðsviði Landspítala.pdf2.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna