is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15331

Titill: 
 • Ofþyngd meðal barna á grunnskólaaldri. Fræðileg úttekt á meðferðum fyrir börn yfir kjörþyngd
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Offita er vaxandi vandamál jafnt hjá fullorðnum og börnum í nútíma samfélagi og er Ísland þar ekki undanskilið. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að varpa ljósi á þekkingu um orsakir offitu barna og um meðferðarúrræði sem standa til boða fyrir börn yfir kjörþyngd, einkum með hliðsjón af hlutverki hjúkrunarfræðinga gegn þróun ofþyngdar. Leitað var eftir rannsóknum og fræðilegum heimildum á gagnagrunnum Scopus, Pubmed, Web of Science og víðar. Rannsóknir sýna að offita getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir andlega og líkamlega heilsu eins og geðræna kvilla, hjarta- og æðasjúkdóma og efnaskiptasjúkdóma. Samfara aukinni tíðni ofþyngdar hérlendis hefur þörfin fyrir heilsueflingu aukist en forvarnarstarf hefur stóreflst á síðastliðnum áratug. Mikilvægt er að sporna gegn þróun offitu barna. Helstu meðferðir fyrir börn í ofþyngd miða að því að ná jafnvægi milli orkuneyslu og hreyfingu barna án þess að hindra eðlilegan vöxt barnsins og þroska þess. Jafnframt hefur góður meðferðarárangur hlotist með þátttöku foreldra í meðferð barna gegn ofþyngd. Skólahjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í heilsueflingu nemenda og eru í lykilhlutverki til að hafa jákvæð áhrif á forvarnarstarf innan skólans. Niðurstöður sýna að auka þarf áherslu á meðferðaúrræði fyrir börn yfir kjörþyngd en skortur er á meðferðarúrræðum hérlendis.
  Lykilorð: Hjúkrunarfræði, offita barna, forvarnir, meðferðir, hlutverk skólahjúkrunarfræðinga, hlutverk foreldra.

 • Útdráttur er á ensku

  Obesity is a growing problem among both adults and children in modern society and Iceland is no exception. The purpose of this literature review is to cast a light on the knowledge of the cause of childhood obesity and the therapeutic treatments available for overweight children, especially in relation to the role of nurses in the countering obesity. Various academic articles and research has been accessed through Scopus, Pubmed, Web of Science and beyond. Research shows that obesity can have drastic consequences for mental and physical health as well as psychological, cardiovascular and metabolism diseases. Alongside an increased frequency of national obesity the need for health promotion has increased and prevention work has been strengthened considerably in the last decade. Countering the development of childhood obesity is of great importance. Primary treatments for childhood obesity aim towards achieving a balance between physical activity and the energy consumption of children without obstructing the natural growth of the child or its maturity. A positive treatment result has furthermore resulted from the participation of parents in the treatment of children with obesity. School nurses play an important role in health promotion of students and they are in a key position to influence prevention work at schools in a positive manner. Results of the literature review show that an increased emphasis on therapeutic treatment for overweight children is needed but the availability of such treatments in Iceland is limited.
  Key words: Nursing, childhood obesity, treatments, role of parents, role of school nurse.

Samþykkt: 
 • 31.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofþyngd meðal skólabarna.pdf401.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna