is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15338

Titill: 
  • Sérhæft mat á skjólstæðingum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs: Tengsl sálfræðilegra mælitækja, markmiðssetningar og meðferðarúrræða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á árangri starfsendurhæfingar meðal þess fólks sem glímir við geðraskanir á borð við þunglyndi og kvíða. Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að geðraskanir hafi skaðleg áhrif á atvinnuþátttöku fólks. Afleiðingar geðraskana hafa mikinn kostnað í för með sér fyrir þá sem glíma við veikindin, atvinnurekendur og heilu samfélögin. Starfsendurhæfing hefur verið talin lykillinn að því að koma í veg fyrir að fólk hverfi af vinnumarkaði. Markmiðið með rannsókninni var að varpa ljósi á starfsendurhæfingarferil fólks sem glímt hefur við geðræn veikindi og verið frá vinnu í lengri eða skemmri tíma. Andleg líðan skjólstæðinga VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs var könnuð með Personality Assessment Inventory (PAI), mælikvarða Beck‘s á kvíða (BAI) og þunglyndi (BDI-II) og Depression Anxiety Stress Scale (DASS). Próffræðilegir eiginleikar PAI voru í fyrsta sinn kannaðir í hópi fólks í starfsendurhæfingu. Eigindleg aðferð var nýtt til að fá innsýn í reynslu skjólstæðinga VIRK af sérhæfðu mati, markmiðssetningu með hliðsjón af International Classification of Functioning, Disability and Health (ICF) kerfinu og af starfsendurhæfingarúrræðum. Sálfræðilegu prófin voru lögð fyrir 52 skjólstæðinga VIRK og viðtöl tekin við átta útskrifaða skjólstæðinga. Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur glímdu við mikil líkömnunareinkenni, þunglyndi og kvíða. Samleitni- og aðgreiningarréttmæti þunglyndiskvarða var gott en aðgreiningarréttmæti kvíðakvarða PAI fékk ekki stuðning. Réttmæti streitukvarða PAI fékk ekki stuðning. Starfsendurhæfing viðmælenda skilaði sér í fáum tilvikum með þátttöku á vinnumarkaði. Slæm líkamleg og andleg líðan ásamt álagi vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna réði miklu þar um.

  • Útdráttur er á ensku

    Limited research evidence is available on the the effectiveness of vocational rehabilitation amongst people with mental illnesses such as depression and anxiety. International studies have indicated that mental illness has an adverse effect on people‘s participation in the job market. Adverse consequences resulting from mental illness lead to fincancial cost for those who suffer from mental illness, the business community and society at large. Vocational rehabilitation is thought to prevent people from leaving the job market permanently. The aim of this study was to shed light on vocational rehabilitation amongst people with mental illness who have been off the job market for a short or long duration. The mental health of the VIRK Job Rehabilitation Fund clients was assessed with the Personality Assessment Inventory (PAI), Beck Anxiety Inventory (BAI), Beck Depression Inventory – Second Edition (BDI-II) and the Depression Anxiety Stress Scale (DASS). The psychometric properties of PAI have until now not been researched within a group of people undergoing vocational rehabilitation. A qualitative study was undertaken to gain insight into the clients’ experience of specialised assessment, goal setting based on the International Classification of Functioning, Disability and Health (ICF) system and of vocational rehabilitation resources. The psychological tests were completed by 52 VIRK clients and interviews were conducted with eight former clients of VIRK. The main results were that the clients suffered from somatization symptoms, depression and anxiety. The convergent and discriminant validity of the DEP scale was satisfactory. The discriminant validity of the ANX scale was not supported. The validity of the STR scale was not supported. Vocational rehabilitation had only limited effectiveness on the clients’ job participation. Serious physical and mental illness as well as difficult family circumstances were detrimental to the effectiveness.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15338


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sérhæft mat á skjólstæðingum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs.pdf838,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna