is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15339

Titill: 
  • „Almenningsgatan.“ Iðkun athugasemdakerfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nú í seinni tíð hefur tölvan og tölvutæknin hrundið af stað samskiptabyltingu sem hefur leitt til þess að tækifærum einstaklinga til að tjá sig á opinberum vettvangi hefur fjölgað til muna. Athugasemdakerfi fjölmiðlanna eru ein afurð þessa en þau gera einstaklingum kleift að setja fram skoðanir sínar í formi ritaðs máls. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þýðingu þessara kerfa bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið og þá út frá notendum sjálfum og með hliðsjón af einu tilteknu málefni. Það málefni varðar söfnun Hildar Lilliendahl Viggósdóttur á niðrandi athugasemdum karla í garð kvenna sem hún síðan opinberaði í albúminu „Karlar sem hata konur“ í febrúar árið 2012.
    Athugasemdakerfin verða rædd út frá nútímanum, áhrifasamfélaginu, sjálfsmyndum einstaklinga og hópa, flutningi, rými, hversdagsmenningu, siðferði og samskiptum á netinu. Til að nálgast þetta markmið styðst ritgerðin því við hugmyndir hinna ýmsu fræðimanna og þá einkum þeirra Alan Dundes um sjálfsmyndir og hópa, Richard Bauman um flutning og samhengi, Erving Goffman um hegðun, Michel de Certeau um ráðagerðir og undanbrögð og Robert Glenn Howard um samskipti á netinu. Auk þessa styðst hún við samræðusiðfræði Jürgen Habermas og við svör við spurningarlistum sem aflað var í þessum tilgangi.
    Rannsóknin leiddi í ljós að notkun á netinu og athugasemdakerfunum felur í sér neyslu og notkun á menningu þar sem einstaklingar „iðka“ hið hversdagslega líf. Þannig bíður hvort um sig einstaklingum upp á að athafna sig í hversdagsmenningunni og hafa áhrif á eigið líf og samfélag en það gerir notkun athugasemda að viðurkenndri og merkingarbærri hefð. Þá eru athugasemdakerfin umdeild en af fleirum talin til gagns því þau bjóða upp á aðhaldsvald og möguleika til að stuðla að lýðræðislegum umbótum. Þau eru því til þess fallin að flytja félagslegar sjálfsmyndir og þroska sjálf einstaklinga sem síðan setja sína eigin persónulegu merkingu í notkun sína.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15339


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-EKK.2512753199.pdf585.91 kBLokaður til...01.01.2075HeildartextiPDF