en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15342

Title: 
 • Title is in Icelandic Henging, flenging og höggstokkur: Um birtingarmynd refsinga í íslenskum ævintýrum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Sögur hafa verið sagðar frá fornu fari, og keðju sagnahefðarinnar hefur verið viðhaldið af kynslóðum sagnaþula. Hver og einn hefur lagt til sögunnar smá brot af sínum reynsluheimi og því samfélagi sem hann bjó í, á hverjum tíma. Þar sem greina má ævintýraminni í fornum ritum; má segja að efniviður ævintýra sé gamall, þó að slíkar sögur hafi ekki verið aðskildar öðrum munnmælasögum fyrr en með útgáfu Kinder- und Hausmärchen árið 1812. Þar greindi Jacob Grimm (1785–1863) á milli ævintýra og sagna, og hélt því fram að ævintýrin væru skáldskapur og ljóðrænni en sagnirnar, sem væru tengdar raunverulegum atburðum. Ævintýrin hafa þó löngum verið tengd hugmyndaflugi fólks og þar með „skáldskap“ og skv. Sverris sögu, sem var rituð á síðari hluta 12. aldar, höfðu menn þá þegar efasemdir um sannleiksgildi þeirra.
  Þetta viðhorf hélst lengi vel, eða þar til fræðimenn fóru að skoða nánar það umhverfi sem ævintýrin þrifust í, og þá sérstaklega þá sem báru sögurnar áfram, eða sagnaþulina sjálfa. Þá kom í ljós að sagnaþulirnir bæta við og aðlaga sögurnar að sínu reynsluríki og því umhverfi sem sagan er sögð í. Þegar litið er yfir þá löngu keðju sem ævintýrahefðin er, má því áætla að sögurnar feli í sér viðhorf og gildi þess samfélag sem þau þrífast í hverju sinni.
  Með hina samfélagslegu tengingu að leiðarljósi ákvað ég að skoða mikilvægan, en lítt rannsakaðan þátt í atburðarás ævintýranna; refsingar. Eins og vitað er, er söguhetjan vitur, hugrökk, hófsöm og réttlát og nær að ráða niðurlögum hins illa afls sem kemur fram í hverju ævintýri. Birtingarmyndir hins illa geta verið mismunandi, allt frá drambsömum systrum, til ástleitinna stjúpmæðra, trölla og norna. Það sem ævintýrin eiga þó sameiginlegt er, að í lokin hefur illvirkjanum verið refsað og söguhetjan verðlaunuð. Spurt verður hvort refsingar ævintýranna endurspegli íslenskt samfélag fyrr á öldum, eða hvort eingöngu sé um að ræða stöðluð ævintýraminni, sem birtast aftur og aftur innan ævintýraheimsins án tengingar við þann veruleika sem áheyrendur þekktu.

Accepted: 
 • May 31, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15342


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
mjg_ba.pdf536.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open