Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15347
Tilgangur rannsóknarinnar var að komast að því hver hagnýting grunnnámsins í sálfræði væri, hvaða væntingar nemendur hefðu til námsins og einnig hvaða ranghugmyndir um sálfræði nemendur kæmu með sér í námið. Skoðað var hvort nemendur vissu hver hagnýting námsins væri og hvort þeir hefðu raunhæfar væntingar til þess. Einnig voru skoðaðar algengar ranghugmyndir á meðal sálfræðinema, útskrifaðra og almennings, hvaðan þær kæmu og hvort þær leiðréttust eftir því sem liði á námið. Verkefninu var skipt upp í tvær rannsóknir. Í rannsókn 1 voru rýnihópar til þess að fá hugmyndir að spurningarlista fyrir rannsókn 2. Í rannsókn 2 voru lagðir spurningarlistar fyrir samtals 362 þátttakendur, 196 úr röðum almennings, 85 útskrifaðir í sálfræði við H.Í á árunum 2009-2013 og 81 fyrsta árs nema úr sömu grein. Spurningarlistarnir voru hannaðir af rannsakendum, einn fyrir hvern hóp og innihéldu þeir 14-30 spurningar. Spurningarlistinn var lagður fyrir fyrsta árs nema í tíma en útskrifaðir og almenningur svöruðu spurningarlistanum á Internetinu. Niðurstöður leiddu í ljós að námið er eins og nemendur bjuggust við en fyrsta árs nemar eru með óraunhæfar væntingar um hagnýtingu námsins. Einnig kom í ljós að nemendur koma inn í grunnnámið með ranghugmyndir en það virðist draga úr þeim eftir því sem líður á námið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ranghugmyndir um sálfræði og hagnýtingu grunnámsins í sálfræði við Háskóla Íslands á meðal almennings , sálfræðinema og útskrifaðra sálfræðinema.pdf | 2,38 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |