en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15348

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif bakgrunnsbreyta á frásögn barna af kynferðisofbeldi. Hvað tefur frásögn barna af kynferðisofbeldi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsókn þessi skoðar einstaklingsbreytur sem skráðar eru í gagnagrunn Barnahúss hjá þeim börnum sem komu í viðtal í Barnahús á árunum 2006 til 2011 vegna gruns um að hafa sætt kynferðislegu ofbeldi. Rannsóknin var unnin í Barnahúsi með leyfi Barnaverndarstofu og Persónuverndar. Skoðaðar voru mögulegar áhrifsbreytur á töf á frásögn barns af kynferðisofbeldi.Notast var við lýsandi tölfræði, Kí-kvaðrat próf og Einhliða dreifigreiningu til að komast að því hvort munur væri á breytunum; aldri, kyni, þjóðerni, geð/þroskagreiningu, tengsl við geranda og alvarleikastig útfrá því hversu lengi barn var að greina frá kynferðisofbeldi. Af öllum þeim börnum sem komu í Barnahús á þessu tímabili (n=1683) þá greindu 51% barnanna frá kynferðisofbeldi. Um 57,5 % barna sem greina frá kynferðisofbeldi höfðu ekki greint frá ofbeldinu þegar að ár var liðið frá broti. Flest börn sem orðið höfðu fyrir kynferðisofbeldi greindu fyrst frá því við einhvern innan fjölskyldu sinnar. Um 22% barna drógu framburð sinn um kynferðisofbeldi til baka. Því tengdara sem barn var geranda því lengri varð töfin á frásögn barns af kynferðisofbeldi. Börn sem höfðu verið á aldrinum 8-12 ára við fyrsta kynferðisbrot greindu síðar frá kynferðisofbeldinu en börn sem höfðu verið á aldrinum 13-19 ára við fyrsta brot. Alvarleikastig brots virtist ekki hafa áhrif á lengd tafar á frásögn af kynferðisofbeldi. Stelpur, börn af íslenskum uppruna og börn með geð/þroskagreiningu voru almennt lengur að greina frá kynferðisofbeldi en drengir, börn af erlendum uppruna og börn án geð/þroskagreiningar. Mikilvægt er að reyna að bera kennsl á þá þætti sem geta haft áhrif á töf á frásögn barns af kynferðisofbeldi. Þegar barn greinir ekki strax frá því kynferðisofbeldi sem það var beitt á það á hættu að verða fyrir auknu ofbeldi og önnur börn eru einnig í hættu.

Accepted: 
  • May 31, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15348


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gunnhildur Gunnarsdóttir.pdf546.84 kBOpenHeildartextiPDFView/Open