is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15349

Titill: 
  • Öryggi við vinnu. Notkun NOSACQ-50 spurningalistans við athugun á öryggisháttum starfsmanna innan fiskvinnslustöðvar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn var gerð á 60 starfsmönnum fiskvinnslustöðvar, þar sem kannað var hvort spurningalisti, NOSACQ-50, sem lagður var fyrir nýtist við greiningu á öryggisháttum og geti þar með leitt til úrbótastarfs er varðar öryggi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afstöðu starfsmanna til öryggis og athuga hvort að grundvöllur væri fyrir innleiðingu á atferlismiðuðu öryggi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að innan fyrirtækisins sé við lýði menning sem leggur meiri áherslu á viðbrögð við slysum eða „næstum því slysum” í stað þess að bæta öryggishætti vinnustaðarins með forvirkum hætti. Hér er svigrúm til staðar til að breyta öryggisháttum starfsmanna og stjórnenda fiskvinnslunnar, til hins betra. Lagt er til að atferlismiðað öryggi (behavioral based safety) sé nýtt til að bæta öryggishætti. Á síðustu áratugum hefur orðið aukning í rannsóknum á slysahættum á vinnustað og forvörnum gegn þeim. Í BBS er lögð markviss vinna í að finna hvaða hegðun er æskilegust á vinnustað til að varna slysum ásamt því að koma á hegðun sem stuðlar að öryggi á vinnustað.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15349


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÖryggiViðVinnu_hrefnah.pdf1.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna