is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15353

Titill: 
 • Að verða pabbi: Staða, hlutverk og upplifun verðandi feðra í barneignarferlinu
 • Titill er á ensku Becoming a dad: The place, role and experience of expectant fathers in the childbearing process
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hérlendis teljum við okkur búa í jafnréttissamfélagi en niðurstöður hafa sýnt að sú sýn samræmist ekki að öllu leyti heimi meðgöngu og fæðingar. Eftir 50 ára þróun í aðkomu feðra að barneignarferlinu upplifa feður sig enn á hliðarlínunni.
  Tilgangur þessa verkefnis er að skoða þróun á hlutverki feðra og lýsa þátttöku þeirra í barneignaferlinu. Upplýsinga var aflað úr rannsóknum frá árunum 1995-2012 er fjölluðu um konur í eðlilegu barneignarferli sem eignast heilbrigð börn. Með barneignaferlinu er átt við tímabil meðgöngu, fæðingar og umönnunar ungabarns. Einnig voru áhrif hjúkrunar á upplifun verðandi feðra athuguð. Þá var kannað hvaða áhrif þátttaka feðra hefði á líðan fjölskyldunnar í heild.
  Heilbrigðisstarfsfólk hefur samþykkt viðveru þeirra í ferlinu en hjúkrun feðra er ófullnægjandi. Fagfólk beinir nær eingöngu sjónum að þörfum móðurinnar og gleymir líkamlegum, andlegum og upplýsingaþörfum föður. Helsta hlutverk feðra er stuðningur við móður, en báðir aðilar vilja vera virkir þátttakendur í öllu ferlinu. Heilbrigðisstarfsfólk kemur ekki til móts við þessar óskir fjölskyldunnar.
  Það er á ábyrgð hjúkrunarfræðinga að sinna feðrum með fullnægjandi hætti og stuðla að jákvæðri upplifun fjölskyldunnar í barneignarferlinu.
  Lykilorð: Föðurhlutverk, meðganga, fæðing, þátttaka feðra, upplifun feðra

 • In Iceland our pursuit of gender equality is not fully realized during pregnancy and birth. Af-ter 50 years of integrating fathers’ involvement in the childbearing process they still experi-ence themselves on the sidelines.
  The purpose of this paper was to research the development of fathers’ involvement in the childbearing process. Data was collected from research conducted between 1995-2012, focusing on women in a normal pregnancy who gave birth to a healthy newborn. The childbearing process encompasses pregnancy, birth and infancy. Another interest was the effect of nursing practices on the experience of new fathers. Final investigations focused on paternal presence and its effect on the wellbeing of the family.
  Health care professionals have accepted the fathers’ presence yet failed to address it properly. Professionals focus almost exclusively on the needs of mothers and neglect to tend to the fathers’ physical, psychological, and information needs. The most common role of the father is supporting the mother, but both parties seek active involvement in the entire process. As of yet, health care professionals do not meet these needs. It is the responsibility of health care professionals to nurse fathers throughout the childbearing process.
  Keywords: Father’s role, pregnancy, birth, participation of fathers, fathers’ experience

Samþykkt: 
 • 31.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013Lokaverknimonikasigrun2.pdf605.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna