en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15360

Title: 
  • Title is in Icelandic ADHD among prison inmates: Pathways into substance use
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsakendur hafa lagt áherslu á það hversu mikilvægt það er að bera kennsl á og meðhöndla ADHD hjá fullorðnum. Andfélagsleg persónuleika röskun og hegðunarröskun eru nátengd ADHD. Vegna þessara tengsla hafa vísindamenn komist að því að mikilvægt er að rannsaka ADHD í fangelsum og niðurstöður sýna mjög háa tíðni ADHD. Tengsl milli ADHD hjá föngum og vímuefnaraskana virðast einnig vera sterk. Mjög áhugavert er að skoða tengsl ADHD meðal fanga og tengsl við vímuefnaneyslu og þá ekki aðeins með tilliti til hvort einstaklingar neyta vímuefna eða ekki, heldur einnig hvernig neyslu þeirra er háttað og ástæðna á bak við hana. Markmiðið í þessari rannsókn var að kortleggja vímuefnasögu fanga með ADHD og bera saman við sögu fanga sem ekki greinast með ADHD. Niðurstöður er í samræmi við það sem áður hefur komið fram en hátt hlutfall fanga greindist með ADHD. Niðurstöðurnar sýndu að ástæður að baki notkun, frá fyrstu notkun ólöglegra vímuefna að þeim tíma sem þátttakendur gátu nefnt uppáhalds efni, voru í sumum tilvikum mismunandi milli hópa. Niðurstöður bentu einnig til þess að styrkur undirliggjandi ástæðna fyrir notkun ólöglegra lyfja sé mismunandi á milli hópa, og að ADHD einkenni hafi meiri áhrif eftir því sem notkun verður þrálátari. Það var einnig munur á milli ADHD hóps og hóps sem ekki náði fullorðins greiningu í sambandi við hvers konar ólögleg lyf voru notuð og hversu oft, og í tengslum við ánetjun ólöglegra efna.

Accepted: 
  • Jun 3, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15360


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ADHD among prison inmates Pathways.pdf925.56 kBOpenHeildartextiPDFView/Open