en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15365

Title: 
  • Title is in Icelandic Heildstæður stuðningur við jákvæða hegðun í skólum: Árangursmat með beinu áhorfi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þessari langtímarannsókn var ætlað að meta árangur heildstæðs stuðnings við jákvæða hegðun í skóla (schoolwide positive behavior support; SW-PBS) með beinu áhorfi. SW-PBS er raunprófað og heildstætt agastjórnunarkerfi sem byggir á lögmálum náms og hegðunar. Markmið kerfisins er að veita starfsmönnum verkfæri til að breyta hegðun allra nemenda úr óæskilegri yfir í æskilega hegðun. Gagnasöfnun fór að jafnaði fram einu sinni á skólaönn í 15 samfellda skóladaga frá vori 2008 fram að vori 2013, alls tíu sinnum. Til að meta árangur SW-PBS var notað beint áhorf með hlutabilsskráningu (partial interval recording). Margliða grunnskeiðssnið yfir skóla (multiple baseline design across schools) var notað til að meta áhrif SW-PBS á hegðun starfsfólks og nemenda. Niðurstöður benda til að innleiðing SW-PBS hafi haft tilætluð áhrif á margar fylgibreytur, en meiri stuðning þarf við starfsmenn skólans til að taka á því sem var óbreytt. Hlutfall áhorfsbila sem mældu jákvæða athygli starfsmanna jókst á mælingatímabilinu á öllum svæðum skólans og öllum aldursstigum nemenda. Það dró úr óæskilegri hegðun nemenda á elsta stigi á öllum svæðum og í kennslustundum á yngsta stigi. Hlutfall áhorfsbila þar sem starfsfólk brást við óæskilegri hegðun nemenda jókst þó ekki mikið. Hlutfall óæskilegrar hegðunar jókst því miður á miðstigi og á almennum svæðum á yngsta stigi. Að lokum er rætt um stöðu innleiðingar á SW-PBS í skólunum og tillögur til að bæta meðferðartryggð við SW-PBS.

Sponsor: 
  • Sponsor is in Icelandic Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar styrkti verkefnið vorið 2012 og Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands styrkti verkefnið vorið 2013.
Accepted: 
  • Jun 3, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15365


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
SWPBS_MSritgerd_HelgaJStefansdottir_2013.pdf9,06 MBOpenHeildartextiPDFView/Open